Skúbb í Sportinu í dag: Ari Freyr í viðræðum við Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 12:30 Ari Freyr Skúlason með fyrirliðabandið í leik á móti Belgíu á dögunum. Getty/Soccrates Rikki G. sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag að landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason sé mjög líklegur til að snúa aftur á heimaslóðir sínar í Val fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni. Íslandsmeistarar Vals virðast ætla að halda áfram að styrkja sig fyrir titilvörnina í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar og nú lítur út fyrir það að liðið sé að fá annan landsliðsmann heim út atvinnumennsku. Arnór Smárason var kynntur í síðustu viku og nú gæti annar verið á leiðinni. Nýr þáttur af Sportinu í dag er nú kominn inn á Vísi en þar fara þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Rikki G. „skúbbaði“ því í þættinum í dag að Ari Freyr Skúlason sé í viðræðum við Valsmenn um að spila með liðinu næsta sumar. „Það eru heldur betur fréttir. Ég hugsa að deildin næsta sumar verði rosaleg,“ sagði Rikki G. sem býst við því að margir atvinnumenn gætu verið á leiðinni heim úr atvinnumennsku. „Ég fór aðeins á stúfana í gær og heyrði frá mjög svo áreiðanlegum manni sem er mjög vel tengdur Hlíðarenda að Valsmenn eru búnir að tala við og undirstinga það að Ari Frey Skúlason mæti heim næsta sumar,“ sagði Rikki G. Hér fyrir neðan má hlusta á allt Sportið í dag en þar fara strákarnir yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. „Ari Freyr er samningsbundinn Oostende í Belgíu fram í júní næsta sumar. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum en hann verður 34 ára næsta vor. Sagan segir að þeir ætli ekki að endurnýja samninginn við hann og Valur og Oostende ætli þá að reyna að finna einhvers konar millileið svo að hann geti komið mögulega í febrúar eða mars. Ari Freyr Skúlason mun snúa aftur á Hlíðarenda næsta sumar samkvæmt því sem ég heyri,“ sagði Rikki G. Ari Freyr Skúlason er uppalinn Valsmaður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2006. Áður en hann yfirgaf Val þá spilaði hann eitt tímabil með Hlíðarendaliðinu í efstu deild en Ari fór út aðeins nítján ára gamall. Síðan hefur hann spilað í fjórtán ár í Svíþjóð (2006-13; BK Häcken, Sundsvall), Danmörku (2013-16; OB) og í Belgíu (2016-; Lokeren, Oostende). Ari Freyr er að renna út á samning hjá belgíska félaginu K.V. Oostende þar sem hann hefur spilað frá árinu 2019. Ari Freyr hefur spilað 77 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti var á móti Englendingum á Wembley á dögunum. Hann var fastamaður í liði Lars Lagerbäck en hefur ekki spilað eins mikið hjá síðustu landsliðsþjálfurum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Valur Tengdar fréttir Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30 „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00 Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals virðast ætla að halda áfram að styrkja sig fyrir titilvörnina í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar og nú lítur út fyrir það að liðið sé að fá annan landsliðsmann heim út atvinnumennsku. Arnór Smárason var kynntur í síðustu viku og nú gæti annar verið á leiðinni. Nýr þáttur af Sportinu í dag er nú kominn inn á Vísi en þar fara þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Rikki G. „skúbbaði“ því í þættinum í dag að Ari Freyr Skúlason sé í viðræðum við Valsmenn um að spila með liðinu næsta sumar. „Það eru heldur betur fréttir. Ég hugsa að deildin næsta sumar verði rosaleg,“ sagði Rikki G. sem býst við því að margir atvinnumenn gætu verið á leiðinni heim úr atvinnumennsku. „Ég fór aðeins á stúfana í gær og heyrði frá mjög svo áreiðanlegum manni sem er mjög vel tengdur Hlíðarenda að Valsmenn eru búnir að tala við og undirstinga það að Ari Frey Skúlason mæti heim næsta sumar,“ sagði Rikki G. Hér fyrir neðan má hlusta á allt Sportið í dag en þar fara strákarnir yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. „Ari Freyr er samningsbundinn Oostende í Belgíu fram í júní næsta sumar. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum en hann verður 34 ára næsta vor. Sagan segir að þeir ætli ekki að endurnýja samninginn við hann og Valur og Oostende ætli þá að reyna að finna einhvers konar millileið svo að hann geti komið mögulega í febrúar eða mars. Ari Freyr Skúlason mun snúa aftur á Hlíðarenda næsta sumar samkvæmt því sem ég heyri,“ sagði Rikki G. Ari Freyr Skúlason er uppalinn Valsmaður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2006. Áður en hann yfirgaf Val þá spilaði hann eitt tímabil með Hlíðarendaliðinu í efstu deild en Ari fór út aðeins nítján ára gamall. Síðan hefur hann spilað í fjórtán ár í Svíþjóð (2006-13; BK Häcken, Sundsvall), Danmörku (2013-16; OB) og í Belgíu (2016-; Lokeren, Oostende). Ari Freyr er að renna út á samning hjá belgíska félaginu K.V. Oostende þar sem hann hefur spilað frá árinu 2019. Ari Freyr hefur spilað 77 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti var á móti Englendingum á Wembley á dögunum. Hann var fastamaður í liði Lars Lagerbäck en hefur ekki spilað eins mikið hjá síðustu landsliðsþjálfurum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Valur Tengdar fréttir Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30 „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00 Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30
„Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00
Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15
Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti