Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 14:05 Fram endaði í 3. sæti Lengjudeildar karla er Íslandsmótinu í knattspyrnu var hætt. Fram.is Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. „Byggist sú ákvörðun á heimild í lögum KSÍ að vísa megi málum til dómstóls ÍSÍ ef það snertir íþróttahreyfinguna í heild sinni,“ segir í yfirlýsingu Fram sem finna má á vef félagsins. Framarar telja svo að ef dómstólar íþróttahreyfingarinnar standi ekki undir hlutverkum sínum – það er að reyna leysa úr málum – þá varði það alla íþróttahreyfinguna. Fram telur að ítrekaðar tilraunir KSÍ til að fá málinu vísað frá sýni veikleika sambandsins og mátt þess til að taka á eigin ágreiningsmálum. Skorar Fram á KSÍ að „hafa dug til að fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa.“ Kæran snýr að ákvörðun KSÍ og telur Fram að Leiknir Reykjavík hafi ekkert unnið sér til saka. Fram telur að dómstólar hafi átt að hafa samband við Leikni eða önnur félög fyrst KSÍ telur málið varða hagsmuni Leiknis. Heimild til þess er skýr í lögunum. Fram nefnir að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni. Knattspyrnudeild Fram vill einnig vekja athygli á því að Áfrýjunardómstóllinn féllst ekki á frávísun málsins og taldi að taka ætti það upp til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fór aftur fyrir dómstólinn var því vístað frá, aðeins viku síðar. „Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð.“ Tilkynning Fram í heild sinni Megin styrkur íþróttahreyfingarinnar snýst um að íþróttahreyfingin leysi sjálf úr ágreiningsmálum sem upp koma. Dómstólar íþróttahreyfingarinnar eiga að leggja sig fram við að leysa úr málum í stað þess að reyna að vísa þeim frá með þeim hætti að engin efnisleg niðurstaða fæst. Þegar dómstólar standa ekki undir því hlutverki þá varðar það alla íþróttahreyfinguna. Ítrekaðar tilraunir dómstóla KSÍ til að vísa málinu frá sýnir veikleika KSÍ og mátt til að taka á eigin ágreiningsmálum. Því mun það ekki koma á óvart að stjórn KSÍ reyni að koma í veg fyrir að dómstóll ÍSÍ leysi úr ágreiningsefninu. Þar á bæ vita menn að ákvörðunin var ólögmæt að miða við markatölu við niðurröðun og þora ekki að horfast í augu við þá staðreynd. Skorað er á KSÍ að hafa dug til fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa. Dómstóll KSÍ vísaði máli Fram frá dómi á þeirri forsendu að ákvörðun KSI varðaði hagsmuni Leiknis því hefði Leiknir átt að vera hinn kærði aðili. Kæran snýst um ákvörðun KSÍ og Leiknir hafði ekkert sér til saka unnið en að vera raðað af KSÍ númer 2 í töfluröð í í 1. deild. Í lögum KSÍ stendur að dómstólnum sé heimilt að kanna afstöðu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við úrlausn mála. Tilgangurinn er að tryggja það að þeir sem geta haft hagsmuni af niðurstöðunni sé gert aðvart og þeir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Af hverju var ekki haft samband við Leikni af dómstólnum og þá hugsanlega önnur félög ef þetta var svona stórt atriði og heimild til þess í lögum skýr. Sama dag og máli Fram var vísað frá var lagður efnisdómur á kæru KR á hendur KSÍ. Það mál varðaði flest öll lið í úrvalsdeild og í raun allar deildarkeppnir. Af hverju fékk það mál efnisdóm þó það varðaði hagsmuni flest allra félaga og þau voru ekki tilgreindir sem gagnaðilar í máli KR. KSÍ getur ekki komið þannig fram við félagsmenn sína að mismunandi sjónarmið gildi eftir því hver á í hlut eða eftir því hvort erfiðara er að komast að niðurstöðu í einu máli frekar en hinu. Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð. Þá er vakin athygli á því að máli þessu var fyrst vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstólinn féllst ekki á frávísun og taldi málið hæft til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fer síðan aftur til Áfrýjunardómstólsins þá er málinu vísað frá. Hér var sami dómstóll sem hafði vikunni áður talið málið hæft til efnismeðferðar taldi það ekki gilda rúmri viku síðar. Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð. Mál þetta hefur leitt okkur í sannleika um að úrlausn ágrreiningsmála innan KSÍ er í molum. Það hlýtur að vera markmið að við getum leyst úr okkar eigin málum sjálf og KSÍ sé ekki svo hrætt við endurskoðun eigin ákvarðana að farið er í lögfræðileiki við að reyna að vísa málum frá. Mál þetta varpar ljósi á að lög og reglugerðir sambandsins og innri dómstólaskipan KSÍ er mjög ábótavant sem þarfnast verulegrar endurskoðunar. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Byggist sú ákvörðun á heimild í lögum KSÍ að vísa megi málum til dómstóls ÍSÍ ef það snertir íþróttahreyfinguna í heild sinni,“ segir í yfirlýsingu Fram sem finna má á vef félagsins. Framarar telja svo að ef dómstólar íþróttahreyfingarinnar standi ekki undir hlutverkum sínum – það er að reyna leysa úr málum – þá varði það alla íþróttahreyfinguna. Fram telur að ítrekaðar tilraunir KSÍ til að fá málinu vísað frá sýni veikleika sambandsins og mátt þess til að taka á eigin ágreiningsmálum. Skorar Fram á KSÍ að „hafa dug til að fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa.“ Kæran snýr að ákvörðun KSÍ og telur Fram að Leiknir Reykjavík hafi ekkert unnið sér til saka. Fram telur að dómstólar hafi átt að hafa samband við Leikni eða önnur félög fyrst KSÍ telur málið varða hagsmuni Leiknis. Heimild til þess er skýr í lögunum. Fram nefnir að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni. Knattspyrnudeild Fram vill einnig vekja athygli á því að Áfrýjunardómstóllinn féllst ekki á frávísun málsins og taldi að taka ætti það upp til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fór aftur fyrir dómstólinn var því vístað frá, aðeins viku síðar. „Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð.“ Tilkynning Fram í heild sinni Megin styrkur íþróttahreyfingarinnar snýst um að íþróttahreyfingin leysi sjálf úr ágreiningsmálum sem upp koma. Dómstólar íþróttahreyfingarinnar eiga að leggja sig fram við að leysa úr málum í stað þess að reyna að vísa þeim frá með þeim hætti að engin efnisleg niðurstaða fæst. Þegar dómstólar standa ekki undir því hlutverki þá varðar það alla íþróttahreyfinguna. Ítrekaðar tilraunir dómstóla KSÍ til að vísa málinu frá sýnir veikleika KSÍ og mátt til að taka á eigin ágreiningsmálum. Því mun það ekki koma á óvart að stjórn KSÍ reyni að koma í veg fyrir að dómstóll ÍSÍ leysi úr ágreiningsefninu. Þar á bæ vita menn að ákvörðunin var ólögmæt að miða við markatölu við niðurröðun og þora ekki að horfast í augu við þá staðreynd. Skorað er á KSÍ að hafa dug til fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa. Dómstóll KSÍ vísaði máli Fram frá dómi á þeirri forsendu að ákvörðun KSI varðaði hagsmuni Leiknis því hefði Leiknir átt að vera hinn kærði aðili. Kæran snýst um ákvörðun KSÍ og Leiknir hafði ekkert sér til saka unnið en að vera raðað af KSÍ númer 2 í töfluröð í í 1. deild. Í lögum KSÍ stendur að dómstólnum sé heimilt að kanna afstöðu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við úrlausn mála. Tilgangurinn er að tryggja það að þeir sem geta haft hagsmuni af niðurstöðunni sé gert aðvart og þeir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Af hverju var ekki haft samband við Leikni af dómstólnum og þá hugsanlega önnur félög ef þetta var svona stórt atriði og heimild til þess í lögum skýr. Sama dag og máli Fram var vísað frá var lagður efnisdómur á kæru KR á hendur KSÍ. Það mál varðaði flest öll lið í úrvalsdeild og í raun allar deildarkeppnir. Af hverju fékk það mál efnisdóm þó það varðaði hagsmuni flest allra félaga og þau voru ekki tilgreindir sem gagnaðilar í máli KR. KSÍ getur ekki komið þannig fram við félagsmenn sína að mismunandi sjónarmið gildi eftir því hver á í hlut eða eftir því hvort erfiðara er að komast að niðurstöðu í einu máli frekar en hinu. Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð. Þá er vakin athygli á því að máli þessu var fyrst vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstólinn féllst ekki á frávísun og taldi málið hæft til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fer síðan aftur til Áfrýjunardómstólsins þá er málinu vísað frá. Hér var sami dómstóll sem hafði vikunni áður talið málið hæft til efnismeðferðar taldi það ekki gilda rúmri viku síðar. Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð. Mál þetta hefur leitt okkur í sannleika um að úrlausn ágrreiningsmála innan KSÍ er í molum. Það hlýtur að vera markmið að við getum leyst úr okkar eigin málum sjálf og KSÍ sé ekki svo hrætt við endurskoðun eigin ákvarðana að farið er í lögfræðileiki við að reyna að vísa málum frá. Mál þetta varpar ljósi á að lög og reglugerðir sambandsins og innri dómstólaskipan KSÍ er mjög ábótavant sem þarfnast verulegrar endurskoðunar.
Megin styrkur íþróttahreyfingarinnar snýst um að íþróttahreyfingin leysi sjálf úr ágreiningsmálum sem upp koma. Dómstólar íþróttahreyfingarinnar eiga að leggja sig fram við að leysa úr málum í stað þess að reyna að vísa þeim frá með þeim hætti að engin efnisleg niðurstaða fæst. Þegar dómstólar standa ekki undir því hlutverki þá varðar það alla íþróttahreyfinguna. Ítrekaðar tilraunir dómstóla KSÍ til að vísa málinu frá sýnir veikleika KSÍ og mátt til að taka á eigin ágreiningsmálum. Því mun það ekki koma á óvart að stjórn KSÍ reyni að koma í veg fyrir að dómstóll ÍSÍ leysi úr ágreiningsefninu. Þar á bæ vita menn að ákvörðunin var ólögmæt að miða við markatölu við niðurröðun og þora ekki að horfast í augu við þá staðreynd. Skorað er á KSÍ að hafa dug til fá efnislega niðurstöðu í málinu en ekki krefjast frávísunar eins og sambandið hefur reynt til þessa. Dómstóll KSÍ vísaði máli Fram frá dómi á þeirri forsendu að ákvörðun KSI varðaði hagsmuni Leiknis því hefði Leiknir átt að vera hinn kærði aðili. Kæran snýst um ákvörðun KSÍ og Leiknir hafði ekkert sér til saka unnið en að vera raðað af KSÍ númer 2 í töfluröð í í 1. deild. Í lögum KSÍ stendur að dómstólnum sé heimilt að kanna afstöðu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við úrlausn mála. Tilgangurinn er að tryggja það að þeir sem geta haft hagsmuni af niðurstöðunni sé gert aðvart og þeir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Af hverju var ekki haft samband við Leikni af dómstólnum og þá hugsanlega önnur félög ef þetta var svona stórt atriði og heimild til þess í lögum skýr. Sama dag og máli Fram var vísað frá var lagður efnisdómur á kæru KR á hendur KSÍ. Það mál varðaði flest öll lið í úrvalsdeild og í raun allar deildarkeppnir. Af hverju fékk það mál efnisdóm þó það varðaði hagsmuni flest allra félaga og þau voru ekki tilgreindir sem gagnaðilar í máli KR. KSÍ getur ekki komið þannig fram við félagsmenn sína að mismunandi sjónarmið gildi eftir því hver á í hlut eða eftir því hvort erfiðara er að komast að niðurstöðu í einu máli frekar en hinu. Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð. Þá er vakin athygli á því að máli þessu var fyrst vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstólinn féllst ekki á frávísun og taldi málið hæft til efnislegrar meðferðar. Þegar málið fer síðan aftur til Áfrýjunardómstólsins þá er málinu vísað frá. Hér var sami dómstóll sem hafði vikunni áður talið málið hæft til efnismeðferðar taldi það ekki gilda rúmri viku síðar. Af hálfu Fram er því haldið fram að dómstólinn sé bundinn við þá niðurstöðu að málið skuli fá efnislega meðferð. Mál þetta hefur leitt okkur í sannleika um að úrlausn ágrreiningsmála innan KSÍ er í molum. Það hlýtur að vera markmið að við getum leyst úr okkar eigin málum sjálf og KSÍ sé ekki svo hrætt við endurskoðun eigin ákvarðana að farið er í lögfræðileiki við að reyna að vísa málum frá. Mál þetta varpar ljósi á að lög og reglugerðir sambandsins og innri dómstólaskipan KSÍ er mjög ábótavant sem þarfnast verulegrar endurskoðunar.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira