Noregs- og bikarmeistarinn Ingibjörg í liði ársins | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 17:00 Ingibjörg Sigurðardóttir var í dag valin í lið ársins hjá norsku fréttastofunni NTB. Vålerenga Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var valin í lið ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá fréttastofunni NTB. Ingibjörg var sem klettur í vörn norska liðsins Vålerenga sem náði sínum besta árangri frá upphafi í ár. Liðið varð Noregsmeistari ásamt því að vinna bikarinn. Þá er liðið komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en viðureign þeirra við danska liðið Bröndby hefur verið frestað fram í febrúar vegna kórónufaraldursins. Ingibjörg Sigurdardóttir trodde treneren skulle sette henne på benken Tvert imot! Her får Vålerenga-spilleren prisen for Årets spiller i Toppserien 2020 Gratulerer! pic.twitter.com/NVgkMrDSsJ— Toppserien (@Kvinnefotball1) December 13, 2020 Ingibjörg var á dögunum valin leikmaður ársins af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Það var skömmu fyrir bikarúrslitaleikinn og hélt hún að þjálfari liðsins ætlaði ef til vill að setja sig á bekkinn í úrslitaleiknum. Það var aldeilis ekki, spilaði hún allan leikinn og átti þátt í því að Vålerenga vann tvöfalt. Var þetta fyrsta tímabil Ingibjargar í norska boltanum. Fréttastofa NTB var ekki alveg sammála en þar er Ingibjörg í 6. til 8. sæti yfir besta leikmann ársins. Emilie Haavi hlaut þann titil en hún leikur með Lilleström, liðið sem Vålerenga vann 2-0 í framlengdum úrslitaleik bikarsins. ÅRETS LAG I TOPPSERIEN Her er toppen av kransekaka fra 2020-sesongen i Toppserien. Knallsterkt levert av alle 11. @Kvinnefotball1 @LSKKvinner @RBKvinner @LynFotballDamer @AvaldsnesElite @VIFDamer #toppserien #ntbbørsen #ntbsportsdata. pic.twitter.com/6ydAPhE9FY— NTBnifs (@NTBnifs) December 17, 2020 Haavi fékk 6.17 í meðaleinkunn hjá NTB á meðan Ingibjörg fékk 5.94. „Með fimm mörk og meistaratitil er ekki hægt að setja út á margt á fyrsta tímabili Íslendingsins í Noregi. Með sína öflugu nærveru og styrk í návígjum hafa fáar vakið meiri athygli á þessari leiktíð en hinn 23 ára gamli miðvörður. Hún var kjörin leikmaður ársins af leikmannasamtökum kvenna fyrir bikarúrslitaleikinn,“ segir í umsögn NTB um Ingibjörgu. Hér að neðan má sjá brot af viðtali sem Vísir tók við Ingibjörgu. Þar var farið yfir tímabilið í heild sinni, íslenska landsliðið og hversu markmiðadrifin hún er. Það viðtal má finna hér. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. 15. desember 2020 10:30 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Mættu með bikarinn til liðsfélaganna sem voru í sóttkví Þrír liðsfélagar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttir í Vålerenga misstu af lokaumferðinni í gær eftir að hafa verið settar í sóttkví en þær fengu samt að taka smá þátt í sigurgleðinni. 7. desember 2020 10:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Ingibjörg var sem klettur í vörn norska liðsins Vålerenga sem náði sínum besta árangri frá upphafi í ár. Liðið varð Noregsmeistari ásamt því að vinna bikarinn. Þá er liðið komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en viðureign þeirra við danska liðið Bröndby hefur verið frestað fram í febrúar vegna kórónufaraldursins. Ingibjörg Sigurdardóttir trodde treneren skulle sette henne på benken Tvert imot! Her får Vålerenga-spilleren prisen for Årets spiller i Toppserien 2020 Gratulerer! pic.twitter.com/NVgkMrDSsJ— Toppserien (@Kvinnefotball1) December 13, 2020 Ingibjörg var á dögunum valin leikmaður ársins af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Það var skömmu fyrir bikarúrslitaleikinn og hélt hún að þjálfari liðsins ætlaði ef til vill að setja sig á bekkinn í úrslitaleiknum. Það var aldeilis ekki, spilaði hún allan leikinn og átti þátt í því að Vålerenga vann tvöfalt. Var þetta fyrsta tímabil Ingibjargar í norska boltanum. Fréttastofa NTB var ekki alveg sammála en þar er Ingibjörg í 6. til 8. sæti yfir besta leikmann ársins. Emilie Haavi hlaut þann titil en hún leikur með Lilleström, liðið sem Vålerenga vann 2-0 í framlengdum úrslitaleik bikarsins. ÅRETS LAG I TOPPSERIEN Her er toppen av kransekaka fra 2020-sesongen i Toppserien. Knallsterkt levert av alle 11. @Kvinnefotball1 @LSKKvinner @RBKvinner @LynFotballDamer @AvaldsnesElite @VIFDamer #toppserien #ntbbørsen #ntbsportsdata. pic.twitter.com/6ydAPhE9FY— NTBnifs (@NTBnifs) December 17, 2020 Haavi fékk 6.17 í meðaleinkunn hjá NTB á meðan Ingibjörg fékk 5.94. „Með fimm mörk og meistaratitil er ekki hægt að setja út á margt á fyrsta tímabili Íslendingsins í Noregi. Með sína öflugu nærveru og styrk í návígjum hafa fáar vakið meiri athygli á þessari leiktíð en hinn 23 ára gamli miðvörður. Hún var kjörin leikmaður ársins af leikmannasamtökum kvenna fyrir bikarúrslitaleikinn,“ segir í umsögn NTB um Ingibjörgu. Hér að neðan má sjá brot af viðtali sem Vísir tók við Ingibjörgu. Þar var farið yfir tímabilið í heild sinni, íslenska landsliðið og hversu markmiðadrifin hún er. Það viðtal má finna hér.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. 15. desember 2020 10:30 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Mættu með bikarinn til liðsfélaganna sem voru í sóttkví Þrír liðsfélagar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttir í Vålerenga misstu af lokaumferðinni í gær eftir að hafa verið settar í sóttkví en þær fengu samt að taka smá þátt í sigurgleðinni. 7. desember 2020 10:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. 15. desember 2020 10:30
Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20
Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00
Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31
Mættu með bikarinn til liðsfélaganna sem voru í sóttkví Þrír liðsfélagar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttir í Vålerenga misstu af lokaumferðinni í gær eftir að hafa verið settar í sóttkví en þær fengu samt að taka smá þátt í sigurgleðinni. 7. desember 2020 10:00