Enski boltinn

Sol­skjær um brott­rekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar á bekknum gegn Man. City á dögunum en hann hefur einnig verið undir mikilli pressu á Old Trafford.
Ole Gunnar á bekknum gegn Man. City á dögunum en hann hefur einnig verið undir mikilli pressu á Old Trafford. Matthew Peters/Getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær.

Eftir að hafa komið WBA upp í ensku úrvalsdeildina fékk Slaven einungis þrettán leiki áður en hann var látinn fara. Sam Allardyce er eftirmaður hans en Solskjær finnur til með Króatanum.

„Ég held að tímarnir í faraldrinum hafi fengið fólk til þess að setjast niður og draga djúpt inn andann. Ég er mjög vonsvikinn með að Slaven hafi missti starfið,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leik United gegn Sheffield í dag.

„Mér finnst hann hafa gert frábæra hluti; kom WBA upp og ég þekki hann frá árum áður. Ég er viss um að hann fái starf aftur þar sem hann vill. Það er ein hliðin.“

„Hin hliðin er hins vegar að vonandi fara fleiri og fleiri félög að hugsa til langs tíma. Auðvitað snýst þetta um styttri tíma; að ná í úrslit en allir vita að stöðugleiki er stundum lykillinn að árangri. Stundum hafa þeir [stjórnarmennirnir] þó ekki þolinmæðina fyrir því,“ sagði Solskjær, með bros á vör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×