Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 18. desember 2020 08:20 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt er að öllum líkindum ónýtt. Vísir/Egill Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32. Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32.
Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira