Steinunn og Guðmundur Ágúst íþróttafólk ársins í Reykjavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:16 Íþróttafólk Reykjavíkurborgar árið 2020. Samsett/ÍBR Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram og atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR eru íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Reykjavíkurborg árið 2020. Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars
Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira