Sóknarhugur einkennir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 18. desember 2020 13:00 Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar