Sóknarhugur einkennir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 18. desember 2020 13:00 Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun