Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 12:46 Katrín Jakobsdóttir. Laun hennar sem og annarra ráðherra og þingmanna munu hækka um áramót um 3,4 prósent og svo í sumar aftur um 6,3 prósent. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. Enn stendur til að hækka launin við þingmenn og ráðherra. Vísir greindi frá því nýverið að lögum samkvæmt munu laun þingmanna og ráðherra hækka um næstu áramót um 3,4 prósent. Þau mun hækka aftur í sumar og þá um rúm sex prósent. Tekið var dæmi af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, leiðtoga ríkisstjórnarinnar og foringja stjórnarliðsins. Þessi prósentuhækkun mun þýða 73 þúsund króna launahækkun fyrir hana. Hún fer í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónur. Í sumar, eða 1. júlí nánar tiltekið, mun svo bætast við enn ein hækkunin og ríflegri. Líklega verður hún 6,3 prósent. Það þýðir þá að Katrín mun þá hækka um 140 þúsund krónur í launum og fer í 2.362.408 krónur. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu. Hagstofan hefur birt launatölur fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og miðað við þær gæti sú hækkun legið á bilinu 5,5 prósent til 7,5 prósent. Því var sett áætlun um 6,3 prósent hækkun í launamatið fyrir 1 júlí á næsta ári. Sú hækkun er þó óvissu háð. Aðallega vegna þess að einungis er búið að birta tölur fyrir átta af tólf mánuðum ársins en líka vegna þess að útgreiðslur afturvirkar hækkana gætu mögulega haft tímabundnar truflanir á útreikningi vísitölunnar. Vill að launin verði fryst næsta kjörtímabil Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði þetta að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Hann leggur það til að laun kjörinna fulltrúa myndu bara hækka á kjördag og ekkert þar á milli. Launin væru nógu há til þess að þurfa ekki að elta einstaka kjarasveiflur. Í minnisblaðinu kemur fram að til standi að hækka laun þingheims alls í sumar. Píratar, einkum Björn Leví og svo Jón Þór Ólafsson, hafa talið launahækkanir þingmanna hina mestu ósvinnu og barist gegn þeim. Björn Leví segir í samtali við Vísi að boltinn sé hjá ríkisstjórninni. Hún, og Alþingi, hafi ekki fallist á tillögu Pírata um að fella þessar hækkanir niður á sínum tíma. „En vandamálið er til staðar og ég kom með hugmynd að lausn sem snýst um að hækka ekkert laun þingmanna og ráðherra allt næsta kjörtímabil. Láta þessa sjálfvirku leiðréttingu, eins og lögin eru núna, gerast þegar eru kosningar. Allir sem bjóða sig fram til þings að þessi verði launin fyrir þingmenn og ráðherra næsta kjörtímabil og þannig verði það bara. Enginn freistnivandi eða þannig, fólk veit það að launin verða uppfærð í þetta og þannig verði það.“ Laun þingmanna eru andskotans nógu há Meðan fjöldi manna á hinum almenna vinnumarkaði þurfa að bíta úr nálinni með Covid-kreppuna sitja opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn í vari. Þeir virðast samkvæmt þessu ónæmir fyrir því að ýmsir eru að missa lífsviðurværi sitt? „Já, það er viðkvæmt að snerta á þessu. Pólitísk afskipti af eigin launum, bæði í plús og mínus, en það hefur verið ríkur skilningur fyrir því í ákveðnu ástandi að … kjörnir fulltrúar væru að sýna smá frumkvæði og fordæmi í takti við þær aðstæður.“ Björn Leví leggur það til að laun þingmanna verði fastsett fyrir næsta kjörtímabil. Laun þingmanna séu alveg nógu há og þurfi ekki að fylgja verðlagsbreytingum. Sífelldar launahækkanir þingmanna sé ávísun á vantraust á þingið og þar er ekki úr háum söðli að falla.visir/vilhelm Björn Levís segir að þessi hækkun sé ekki beinlínis til þess fallin að auka tiltrú á alþingi. En 25. september, þremur mánuðum eftir að hækkunin kemur til framkvæmda, stendur til að kjósa. Björn Leví vill þá að launin liggi fyrir og þau verði fastsett. „Launin eru andskotans nógu há svo það skiptir ekki máli. Geta alveg þolað það að fylgja ekki launaþróun. Það til dæmis er alveg góð ástæða til að hafa þetta fyrirkomulag, fastsetja þetta um kosningar og hafa óbreytt út kjörtímabilið. Þingmenn eru ekkert komnir uppá einhverja launaþróun eða hungurmörk eins og fólk sem býr við lægstu launin. Þingmenn eru ekki í þeirri stöðu.“ Ástæða fyrir vantrausti á stjórnmálafólk Björn Leví segir að þegar laun þingmanna hækkuðu ótæpilega, strax eftir kosningar 2016, hafi sú ákvörðun verið svívirðileg af hálfu Kjararáðs. Að þingið gerði ekkert í því annað en að leggja ráðið niður en halda laununum var ekki ábyrgt í ljósi þess að samningar voru lausir á vinnumarkaði. Fyrir lá að þetta væri til að hleypa þar öllu í uppnám. „Það var örugglega pólitískur stuðningur þar að baki og jafnvel hvatning,“ segir Björn Leví um hina umdeildu ákvörðun kjararáðs. „Svo grafa þau sig í holu, bíða eftir því að moldviðrið fari hjá en samfélagið er ekki alveg á þeim stað og það var. Þökk sé internetinu er ekki hægt að reiða sig á gullfiskaminni almennings. En þau vildu bíða þetta af sér og halda svo ótrauð áfram. Meðal annars þess vegna sem traust á stjórnmálum er eins lítið og raun ber vitni. Svona mál eru aldrei kláruð.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Enn stendur til að hækka launin við þingmenn og ráðherra. Vísir greindi frá því nýverið að lögum samkvæmt munu laun þingmanna og ráðherra hækka um næstu áramót um 3,4 prósent. Þau mun hækka aftur í sumar og þá um rúm sex prósent. Tekið var dæmi af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, leiðtoga ríkisstjórnarinnar og foringja stjórnarliðsins. Þessi prósentuhækkun mun þýða 73 þúsund króna launahækkun fyrir hana. Hún fer í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónur. Í sumar, eða 1. júlí nánar tiltekið, mun svo bætast við enn ein hækkunin og ríflegri. Líklega verður hún 6,3 prósent. Það þýðir þá að Katrín mun þá hækka um 140 þúsund krónur í launum og fer í 2.362.408 krónur. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu. Hagstofan hefur birt launatölur fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og miðað við þær gæti sú hækkun legið á bilinu 5,5 prósent til 7,5 prósent. Því var sett áætlun um 6,3 prósent hækkun í launamatið fyrir 1 júlí á næsta ári. Sú hækkun er þó óvissu háð. Aðallega vegna þess að einungis er búið að birta tölur fyrir átta af tólf mánuðum ársins en líka vegna þess að útgreiðslur afturvirkar hækkana gætu mögulega haft tímabundnar truflanir á útreikningi vísitölunnar. Vill að launin verði fryst næsta kjörtímabil Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði þetta að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Hann leggur það til að laun kjörinna fulltrúa myndu bara hækka á kjördag og ekkert þar á milli. Launin væru nógu há til þess að þurfa ekki að elta einstaka kjarasveiflur. Í minnisblaðinu kemur fram að til standi að hækka laun þingheims alls í sumar. Píratar, einkum Björn Leví og svo Jón Þór Ólafsson, hafa talið launahækkanir þingmanna hina mestu ósvinnu og barist gegn þeim. Björn Leví segir í samtali við Vísi að boltinn sé hjá ríkisstjórninni. Hún, og Alþingi, hafi ekki fallist á tillögu Pírata um að fella þessar hækkanir niður á sínum tíma. „En vandamálið er til staðar og ég kom með hugmynd að lausn sem snýst um að hækka ekkert laun þingmanna og ráðherra allt næsta kjörtímabil. Láta þessa sjálfvirku leiðréttingu, eins og lögin eru núna, gerast þegar eru kosningar. Allir sem bjóða sig fram til þings að þessi verði launin fyrir þingmenn og ráðherra næsta kjörtímabil og þannig verði það bara. Enginn freistnivandi eða þannig, fólk veit það að launin verða uppfærð í þetta og þannig verði það.“ Laun þingmanna eru andskotans nógu há Meðan fjöldi manna á hinum almenna vinnumarkaði þurfa að bíta úr nálinni með Covid-kreppuna sitja opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn í vari. Þeir virðast samkvæmt þessu ónæmir fyrir því að ýmsir eru að missa lífsviðurværi sitt? „Já, það er viðkvæmt að snerta á þessu. Pólitísk afskipti af eigin launum, bæði í plús og mínus, en það hefur verið ríkur skilningur fyrir því í ákveðnu ástandi að … kjörnir fulltrúar væru að sýna smá frumkvæði og fordæmi í takti við þær aðstæður.“ Björn Leví leggur það til að laun þingmanna verði fastsett fyrir næsta kjörtímabil. Laun þingmanna séu alveg nógu há og þurfi ekki að fylgja verðlagsbreytingum. Sífelldar launahækkanir þingmanna sé ávísun á vantraust á þingið og þar er ekki úr háum söðli að falla.visir/vilhelm Björn Levís segir að þessi hækkun sé ekki beinlínis til þess fallin að auka tiltrú á alþingi. En 25. september, þremur mánuðum eftir að hækkunin kemur til framkvæmda, stendur til að kjósa. Björn Leví vill þá að launin liggi fyrir og þau verði fastsett. „Launin eru andskotans nógu há svo það skiptir ekki máli. Geta alveg þolað það að fylgja ekki launaþróun. Það til dæmis er alveg góð ástæða til að hafa þetta fyrirkomulag, fastsetja þetta um kosningar og hafa óbreytt út kjörtímabilið. Þingmenn eru ekkert komnir uppá einhverja launaþróun eða hungurmörk eins og fólk sem býr við lægstu launin. Þingmenn eru ekki í þeirri stöðu.“ Ástæða fyrir vantrausti á stjórnmálafólk Björn Leví segir að þegar laun þingmanna hækkuðu ótæpilega, strax eftir kosningar 2016, hafi sú ákvörðun verið svívirðileg af hálfu Kjararáðs. Að þingið gerði ekkert í því annað en að leggja ráðið niður en halda laununum var ekki ábyrgt í ljósi þess að samningar voru lausir á vinnumarkaði. Fyrir lá að þetta væri til að hleypa þar öllu í uppnám. „Það var örugglega pólitískur stuðningur þar að baki og jafnvel hvatning,“ segir Björn Leví um hina umdeildu ákvörðun kjararáðs. „Svo grafa þau sig í holu, bíða eftir því að moldviðrið fari hjá en samfélagið er ekki alveg á þeim stað og það var. Þökk sé internetinu er ekki hægt að reiða sig á gullfiskaminni almennings. En þau vildu bíða þetta af sér og halda svo ótrauð áfram. Meðal annars þess vegna sem traust á stjórnmálum er eins lítið og raun ber vitni. Svona mál eru aldrei kláruð.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira