Gylfi lagði upp sigurmarkið þegar Arsenal tapaði enn einum leiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gylfi lagði upp mark fyrir Yerri Mina.
Gylfi lagði upp mark fyrir Yerri Mina. vísir/Getty

Vandræði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni halda áfram en liðið tapaði fyrir Everton á Goodison Park í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið.

Varnarmaðurinn seinheppni í liði Arsenal, Rob Holding, kom Everton yfir með klaufalegu sjálfsmarki á 22.mínútu. á 35.mínútu jafnaði Nicolas Pepe metin fyrir Arsenal með marki úr vítaspyrnu sem dæmd hafði verið á Tom Davies.

Heimamenn fóru engu að síður með forystu í leikhléið þar sem Yerri Mina skallaði hornspyrnu Gylfa í netið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og 2-1 sigur Everton staðreynd.

Arsenal vann síðast deildarleik þann 1.nóvember síðastliðinn og situr liðið nú í 15.sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsvæðinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira