Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar þar sem segir að nokkra daga muni taka að koma ástandinu í viðunandi horf. Skemmdirnar eru mestar í Mikladal á fjögurra til fimm kílómetra kafla.
„Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar á köflum,“ segir í tilkynningunni.