Fótbolti

Sjáðu mark Arons í bikar­úr­slita­tapinu gegn Xavi og Cazorla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í leiknum í gær. Hann skoraði eina mark Al Arabi í leiknum.
Aron Einar í leiknum í gær. Hann skoraði eina mark Al Arabi í leiknum. Simon Holmes/Getty Images

Íslendingaliðið Al Arabi í Katar tapaði í gær fyrir Al Sadd, 2-1, er liðin mættust í bikarúrslitaleiknum í Katar.

Leikurinn er einn stærsti leikur hvers árs í Katar en fjöldi áhorfenda var mættur á pallana þar sem lítið er um kórónuveirusmit þar í landi.

Al Sadd komst yfir snemma í leiknum en um miðjan fyrri hálfleik jafnaði Aron Einar Gunnarson metin.

Aftur komust Al Sadd yfir fyrir hlé en það reyndist sigurmarkið þrátt fyrir að pressu Arons Einars og félaga í síðari hálfleik. Aron var næstum því búinn að leggja upp mark er sex mínútur voru eftir.

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er þjálfari Al Arabi og með Freyr Alexandersson og Bjarka Má Ólafsson sér til aðstoðar.

Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leiknum en mark Arons má sjá eftir 1:40 mínútur og dauðafærið sem Aron leggur upp eftir 7:30 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×