Enski boltinn

0-7 sigurinn lyfti Klopp upp fyrir Benitez

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jurgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
Jurgen Klopp á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty

Jurgen Klopp hefur stimplað sig inn sem sigursælasti knattspyrnustjóri Liverpool frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool vann algjöran yfirburðasigur á Crystal Palace í gær þegar meistaraliðið skoraði sjö mörk gegn engu marki heimamanna í Palace.

Var þetta 127. deildarsigur Klopp síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá félaginu sumarið 2015.

Með því tók hann fram úr spænska knattspyrnustjóranum Rafa Benitez sem vann 126 deildarleiki í stjóratíð sinni hjá Liverpool frá 2004-2010 og var þar til í gær sigursælasti knattspyrnustjóri félagsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992.

Liverpool er næstsigursælasta knattspyrnufélag enskrar knattspyrnu á eftir erkifjendum sínum í Manchester United en þegar Klopp tók við stjórnartaumunum hjá Liverpool 2015 hafði félagið ekki unnið efstu deild síðan árið 1990.

Þjóðverjinn batt því enda á þriggja áratuga bið stuðningsmanna þegar Liverpool vann deildina á síðustu leiktíð.

Frá því að úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992 hafa níu stjórar stýrt liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×