Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi.
Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins.
GULL
— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020
Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye!
Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah
Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi.
Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins.
Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót.
Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2
— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019
Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008.
Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins.
Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins:
- 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020)
- 2 silfur (EM 2012, HM 2017)
- 2 brons (HM 2009, ÓL 2016)
- Samtals 11 verðlaun
Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins:
- 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008)
- 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007)
- 2 brons (EM 1994, ÓL 2000)
- Samtals 13 verðlaun