Þórir kominn fram úr hinni sigursælu Marit Breivik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 12:01 Það var mjög skemmtilegur svipur á Þóri Hergeirssyni þegar Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyftu bikarnum í mótslok. EPA-EFE/HENNING BAGGER Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson skilaði í gær sjöundu gullverðlaunum í hús hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta eftir sigur norsku stelpnanna í úrslitaleik á móti Frakklandi. Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira