Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 09:16 Mohamed Salah skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum sem færðu Liverpool fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AP/Peter Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira
Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira