Innlent

Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mildi má þakka að ekki hafi orðið mannstjón í skriðunni á föstudaginn.
Mildi má þakka að ekki hafi orðið mannstjón í skriðunni á föstudaginn. Vísir/Egill

Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni.

„Það höfðu heyrst skruðningar í hlíðinni og það voru stöðugar smáskriður að falla,“ segir Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hluti af svæðinu sem skriðan féll á var utan skilgreinds hættusvæðis og aðspurður segir Magni Hreinn að það eigi eftir að fara yfir hvers vegna hættusvæðið var ekki endurmetið þegar smáskriðurnar féllu.

„Við erum ekki með stöðugar mælingar á hreyfingu en það eru borholur þarna þar sem vatnshæð er mæld, og það var fylgst með henni eftir að veðrinu slotaði,“ segir Magni.

„Það er bara ekki hægt að gera þetta í rigningu, allavega ekki með þessari tækni.“

Skruðningar voru í fjallinu þegar fréttamann bar þar að garði seint á fimmtudagskvöld og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að um væri að ræða minniháttar hreyfingar sem hefðu verið viðvarandi allan daginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×