102 milljónir í upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem fjölgar enn Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2020 14:36 Dagur B. Eggersson segir að engir aldursfordómar hafi ráðið því að auglýsingin á Facebook sé miðuð við þá sem yngri eru en 55 ára. Eldra fólkið lesi blöðin og því best að ná í það þar. vísir/vilhelm Launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna upplýsingafulltrúa hjá borginni er 102 milljónir árlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra. Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira