Trump sagður reiður út í allt og alla Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 14:30 Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur einangrast töluvert innan Repúblikanaflokksins, ef marka má fréttir vestanhafs. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem hafa vakið reiði forsetans, samkvæmt heimildum Axios innan Hvíta hússins, eru Mike Pence varaforseti, Mark Meadows starfsmannastjóri, Pat Cipollone lögmaður Hvíta hússins, Mike Pompeo utanríkisráðherra, og Mitch McConnell forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fráfarandi telur þessa aðila ekki berjast af nógu mikilli hörku fyrir því að snúa við niðurstöðum kosninganna, sem hann tapaði. Samkvæmt Axios telur Trump alla í kringum sig vera veikgeðja, heimska eða sviksama og hefur hann leitað skjóls meðal helstu stuðningsmanna sinna. Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa verulegar áhyggjur af þeim samtölum sem hafa átt sér stað innan veggja Hvíta hússins að undanförnu. Í frétt Axios segir að ef þú sért ekki á þeim nótum að Trump eigi að nota herinn eða heimavarnaráðuneytið til að breyta niðurstöðum kosninganna, telji forsetinn þig veikgeðja og virðir þig ekki viðlits. Enn fremur segir miðilinn að flestir starfsmenn Hvíta hússins forðist forsetann eins og þeir geti. Trump mun vera sannfærður um að Pence berjist ekki nógu kröftulega fyrir sig og hefur áhyggjur af 6. janúar. Þá á Pence, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna í síðasta mánuði. Það mun Trump líta á sem svik. Í gær fundaði Trump með Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, sem hefur leitt misheppnaða baráttu hans fyrir dómstólum til að snúa niðurstöðum kosninganna. Í kjölfar þess fundaði hann með þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sem tilheyra svokölluðum Frelsishóp. Þeirra á meðal var verðandi þingkonan Marjorie Taylor Greene, sem hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon-samsæriskenningarnar auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Aðrir í hópnum voru Sidney Powell, lögfræðingur sem hefur haldið fram innihaldslausum ásökunum um að kosningavélar hafi verið notaðar til að breyta atkvæðum Trumps í atkvæði til Bidens. Michael Flynn var þar einnig. Hann er fyrrverandi herforingi og þjóðaröryggisráðgjafi sem var dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og svo náðaður af Trump. Flynn lagði til á dögunum að Trump virkjaði herinn í baráttu sinni, lýsti yfir herlögum og héldi nýjar kosningar. Öskruðu á hvort annað Þau ræddu hvernig þau geta komið í veg fyrir að báðar deildir þingsins staðfesti niðurstöður kosninganna á sameiginlegum þingfundi þann 6. janúar. Washington Post segir að fundurinn hafi verið átakamikill þar sem fólk öskraði á hvort annað um gildi þeirra áætlana sem lagðar voru fram og hvort þær stæðust yfir höfuð stjórnarskrá landsins. Fox og Newsmax hafa birt margar sjónvarpsfréttir og þætti um kosningavélar frá fyrirtækjunum Smartmatic software og Dominion hafi verið notaðar til að svindla á forsetanum en um helgina og í gær birtu báðar fréttastöðvarnar innslög þar sem þær ásakanir voru skotnar niður. Það var gert eftir að fyrirtækin hótuðu fréttastöðvunum lögsóknum og kröfðust þess að innslögin yrðu birt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa vakið reiði forsetans, samkvæmt heimildum Axios innan Hvíta hússins, eru Mike Pence varaforseti, Mark Meadows starfsmannastjóri, Pat Cipollone lögmaður Hvíta hússins, Mike Pompeo utanríkisráðherra, og Mitch McConnell forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fráfarandi telur þessa aðila ekki berjast af nógu mikilli hörku fyrir því að snúa við niðurstöðum kosninganna, sem hann tapaði. Samkvæmt Axios telur Trump alla í kringum sig vera veikgeðja, heimska eða sviksama og hefur hann leitað skjóls meðal helstu stuðningsmanna sinna. Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa verulegar áhyggjur af þeim samtölum sem hafa átt sér stað innan veggja Hvíta hússins að undanförnu. Í frétt Axios segir að ef þú sért ekki á þeim nótum að Trump eigi að nota herinn eða heimavarnaráðuneytið til að breyta niðurstöðum kosninganna, telji forsetinn þig veikgeðja og virðir þig ekki viðlits. Enn fremur segir miðilinn að flestir starfsmenn Hvíta hússins forðist forsetann eins og þeir geti. Trump mun vera sannfærður um að Pence berjist ekki nógu kröftulega fyrir sig og hefur áhyggjur af 6. janúar. Þá á Pence, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna í síðasta mánuði. Það mun Trump líta á sem svik. Í gær fundaði Trump með Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, sem hefur leitt misheppnaða baráttu hans fyrir dómstólum til að snúa niðurstöðum kosninganna. Í kjölfar þess fundaði hann með þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sem tilheyra svokölluðum Frelsishóp. Þeirra á meðal var verðandi þingkonan Marjorie Taylor Greene, sem hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon-samsæriskenningarnar auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Aðrir í hópnum voru Sidney Powell, lögfræðingur sem hefur haldið fram innihaldslausum ásökunum um að kosningavélar hafi verið notaðar til að breyta atkvæðum Trumps í atkvæði til Bidens. Michael Flynn var þar einnig. Hann er fyrrverandi herforingi og þjóðaröryggisráðgjafi sem var dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og svo náðaður af Trump. Flynn lagði til á dögunum að Trump virkjaði herinn í baráttu sinni, lýsti yfir herlögum og héldi nýjar kosningar. Öskruðu á hvort annað Þau ræddu hvernig þau geta komið í veg fyrir að báðar deildir þingsins staðfesti niðurstöður kosninganna á sameiginlegum þingfundi þann 6. janúar. Washington Post segir að fundurinn hafi verið átakamikill þar sem fólk öskraði á hvort annað um gildi þeirra áætlana sem lagðar voru fram og hvort þær stæðust yfir höfuð stjórnarskrá landsins. Fox og Newsmax hafa birt margar sjónvarpsfréttir og þætti um kosningavélar frá fyrirtækjunum Smartmatic software og Dominion hafi verið notaðar til að svindla á forsetanum en um helgina og í gær birtu báðar fréttastöðvarnar innslög þar sem þær ásakanir voru skotnar niður. Það var gert eftir að fyrirtækin hótuðu fréttastöðvunum lögsóknum og kröfðust þess að innslögin yrðu birt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41