Undirrituðu samning vegna uppsteypu nýja Landspítalans Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 14:15 Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. NLSH Stjórnvöld og Eykt skrifuðu í dag undir samning um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Stefnt að þvi að uppsteypan hefjist fljótlega eftir áramót. Meðferðarkjarninn, sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð, er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru rannsóknahúsið, bílastæða og tæknihús og nýtt sjúkrahótel sem þegar hefur verið tekið í notkun. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd stjórnvalda, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra forfallaðist. Fyrir hönd Eyktar undirritaði Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri samninginn, en auk þess vottuðu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala, samninginn ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en tilboð Eyktar hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, Ásta Valdimarsdóttir, Gunnar Svavarsson og Páll Matthíasson.NLSH Undirstöður og kjallarar Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Burðarvirki þess hluta byggingarinnar eru veggir, súlur, eftirspenntar plötur, auk botnplötu og undirstaðna. Þá sér Eykt um að steypa upp efri hluta byggingarinnar, þ.e. hæðir 1 – 6. Burðarvirki efri hluta byggingarinnar er í meginatriðum rammar, súlur og eftirspenntar plötur. Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið.NLSH Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m². Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu.NLSH Nánar um meðferðarkjarnann: Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Aðalhönnuðir hússins eru Corpus hópurinn en beitt er aðferðafræði notendastuddrar hönnunar þ.a. starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferlinu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Gunnar Svavarsson í Víglínunni fyrr í vetur þar sem rætt var um framkvæmdirnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aðrar byggingar eru rannsóknahúsið, bílastæða og tæknihús og nýtt sjúkrahótel sem þegar hefur verið tekið í notkun. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd stjórnvalda, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra forfallaðist. Fyrir hönd Eyktar undirritaði Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri samninginn, en auk þess vottuðu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala, samninginn ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en tilboð Eyktar hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, Ásta Valdimarsdóttir, Gunnar Svavarsson og Páll Matthíasson.NLSH Undirstöður og kjallarar Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Burðarvirki þess hluta byggingarinnar eru veggir, súlur, eftirspenntar plötur, auk botnplötu og undirstaðna. Þá sér Eykt um að steypa upp efri hluta byggingarinnar, þ.e. hæðir 1 – 6. Burðarvirki efri hluta byggingarinnar er í meginatriðum rammar, súlur og eftirspenntar plötur. Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið.NLSH Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m². Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu.NLSH Nánar um meðferðarkjarnann: Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Aðalhönnuðir hússins eru Corpus hópurinn en beitt er aðferðafræði notendastuddrar hönnunar þ.a. starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferlinu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Gunnar Svavarsson í Víglínunni fyrr í vetur þar sem rætt var um framkvæmdirnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54