„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2020 17:39 Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst er að áfallið er mikið og að íbúar allir eiga um sárt að binda. Því var formaður svæðisdeildar Rauða krossins fyrir austan verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. Vísir/Egill Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst sé að áfallið sé mikið og að íbúar allir eigi um sárt að binda. Því hafi hún verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. „Þær [konurnar í áfallahjálparteyminu] eru hérna í báðum fjöldahjálparstöðum. Þær eru til staðar. Þetta úrræði hefur verið mikið nýtt sem segir okkur að áfallið er mjög mikið. Þetta er erfitt fyrir fólk. Við verðum hérna til taks áfram. Það er alltaf hægt að leita til okkar hjá Rauða krossinum og fá aðstoð, spjall og kaffisopa. Það er algjörlega nauðsynlegt.“ Berglind segir að þrátt fyrir hamfarir og eyðileggingu hafi íbúar Seyðisfjarðar staðið þétt saman og staðið sig með ólíkindum vel. Rýming bæjarins í heild sinni hafi gengið vonum framar. „Þetta er náttúrulega risastór pakki en ég segi nú bara í fúlustu alvöru að þetta fólk er stórkostlegt, þetta tók svo stuttan tíma.“ Hún segir fólk fullt þakklætis vegna hjálpseminnar sem landsmenn hafi sýnt í verki. Fjölmargir hafi boðið fram íbúðir sínar og verið til taks. „Landsmenn hafa sent okkur hitt og þetta, ýmislegt til að hafa í matinn, kaffibrauð og margt fleira. Við þökkum bara kærlega fyrir það. Svo hafa líka margir styrkt okkur sem er algjörlega frábært. Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur.“ Berglind hvetur alla íbúa Seyðisfjarðar til að leita til Rauða krossins ef þeir telji þörf á aðstoð, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Alltaf sé hægt að hringja í 1717 eða leita til svæðisstjórnar viðkomandi. En sem formaður svæðisstjórnar, hefði þig einhvern tímann getað órað fyrir því að þú stæðir frammi fyrir svona stóru verkefni? „Nei, ég get alveg sagt þér það. Ég er mjög hreinskilin með það að þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við en þetta er gríðarlegur lærdómur fyrir okkur öll. Við erum búin að vera að ræða mikið saman núna á fundum og erum sammála um að þetta sé mikill reynslubanki sem við erum komin með núna“. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Félagasamtök Tengdar fréttir Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst sé að áfallið sé mikið og að íbúar allir eigi um sárt að binda. Því hafi hún verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. „Þær [konurnar í áfallahjálparteyminu] eru hérna í báðum fjöldahjálparstöðum. Þær eru til staðar. Þetta úrræði hefur verið mikið nýtt sem segir okkur að áfallið er mjög mikið. Þetta er erfitt fyrir fólk. Við verðum hérna til taks áfram. Það er alltaf hægt að leita til okkar hjá Rauða krossinum og fá aðstoð, spjall og kaffisopa. Það er algjörlega nauðsynlegt.“ Berglind segir að þrátt fyrir hamfarir og eyðileggingu hafi íbúar Seyðisfjarðar staðið þétt saman og staðið sig með ólíkindum vel. Rýming bæjarins í heild sinni hafi gengið vonum framar. „Þetta er náttúrulega risastór pakki en ég segi nú bara í fúlustu alvöru að þetta fólk er stórkostlegt, þetta tók svo stuttan tíma.“ Hún segir fólk fullt þakklætis vegna hjálpseminnar sem landsmenn hafi sýnt í verki. Fjölmargir hafi boðið fram íbúðir sínar og verið til taks. „Landsmenn hafa sent okkur hitt og þetta, ýmislegt til að hafa í matinn, kaffibrauð og margt fleira. Við þökkum bara kærlega fyrir það. Svo hafa líka margir styrkt okkur sem er algjörlega frábært. Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur.“ Berglind hvetur alla íbúa Seyðisfjarðar til að leita til Rauða krossins ef þeir telji þörf á aðstoð, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Alltaf sé hægt að hringja í 1717 eða leita til svæðisstjórnar viðkomandi. En sem formaður svæðisstjórnar, hefði þig einhvern tímann getað órað fyrir því að þú stæðir frammi fyrir svona stóru verkefni? „Nei, ég get alveg sagt þér það. Ég er mjög hreinskilin með það að þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við en þetta er gríðarlegur lærdómur fyrir okkur öll. Við erum búin að vera að ræða mikið saman núna á fundum og erum sammála um að þetta sé mikill reynslubanki sem við erum komin með núna“.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Félagasamtök Tengdar fréttir Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
„Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34