Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2020 17:41 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem skriðan olli. Vísir/Egill Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar er fjallað um skriðuna og þá vinnu sem fer nú í hönd vegna hennar. Þar kemur meðal annars fram að vinna við að koma upp mælitækjum í hlíðum Seyðisfjarðar sé hafin, þannig að hægt verði að fylgjast með stöðu mála í rauntíma. Þá er því lýst, eins og hefur áður komið fram, að úrkoma á Seyðisfirði, dagana áður en stóra skriðan féll, hafi verið gríðarleg. Uppsöfnuð úrkoma dagana 14. til 18. desember var 569 millimetrar, en til samanburðar er bent á að rigning í Reykjavík á meðalári nemur um 860 millimetrum. Sérstakt veður áður en skriðan féll Þá er haft eftir Hörpu að veðrið hafi verið nokkuð sérstakt, þar sem úrkoma féll sem snjókoma til fjalla en rigning í neðri hluta hlíðanna. „Af þeim sökum töldum við ekki mikla hættu á skriðuföllum ofarlega úr fjöllum. Þá hafi ekki verið talið að mikið vatn streymdi á stallana í Strandartindi, sem gnæfir yfir skriðusvæðið,“ er haft eftir Hörpu, sem bætir við að ofanflóðasérfræðingar hafi búist við jarðvegsskriðum á borð við þær sem fallið höfðu dagana á undan. Gert hafi verið ráð fyrir því að skriðurnar gætu farið stækkandi og því hafi viðbúnaður og tilmæli um rýmingar miðast við það. Þegar stóra skriðan féll, rétt fyrir klukkan þrjú á föstudag, var búið að rýma hluta Seyðisfjarðar. Þó hafði það svæði sem skriðan féll á þó ekki allt verið rýmt. Viðbragðsaðilar og nokkrir íbúar bæjarins voru á svæðinu, en sumir sluppu afar naumlega frá skriðunni. „Við bjuggumst ekki við skriðu af þessari stærðargráðu og vanmátum aðstæður utan Búðarár þar sem skriðan féll. Við bjuggumst við skriðum, til dæmis í Búðará, en túlkun jarðfræðilegra greininga höfðu ekki gefið til kynna ummerki um stórar forsögulegar skriður þessum stað,“ segir Harpa. Veðurstofan fylgist grannt með Þá segir á vef Veðurstofunnar að nokkrar sprungur gangi út frá skriðusárum í hlíðunum ofan Seyðisfjarðar. Veðurstofan fylgist vel með aðstæðum til að meta hættuna á frekari skriðuföllum. Eftir að skriður falli geti áfram hrunið úr skriðusárinu, en slíkar skriður eru í flestum tilfellum mun minni. „Mælingar milli daga sýna að hreyfingin hefur hægt á sér, sem eru góðar fréttir. Þá sýna mælingar úr borholum og vatnsritamælum að vatnsþrýstingur fer minnkandi. Tíminn vinnur með okkur meðan ekki rignir og svæðið verður smá saman stöðugra,“ segir Harpa, en snjóað hefur í bænum síðustu daga. Hér má nálgast umfjöllun Veðurstofunnar um skriðuna og hættu á fleiri skriðum á svæðinu. Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13 Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. 22. desember 2020 13:34 Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. 22. desember 2020 12:40 „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar er fjallað um skriðuna og þá vinnu sem fer nú í hönd vegna hennar. Þar kemur meðal annars fram að vinna við að koma upp mælitækjum í hlíðum Seyðisfjarðar sé hafin, þannig að hægt verði að fylgjast með stöðu mála í rauntíma. Þá er því lýst, eins og hefur áður komið fram, að úrkoma á Seyðisfirði, dagana áður en stóra skriðan féll, hafi verið gríðarleg. Uppsöfnuð úrkoma dagana 14. til 18. desember var 569 millimetrar, en til samanburðar er bent á að rigning í Reykjavík á meðalári nemur um 860 millimetrum. Sérstakt veður áður en skriðan féll Þá er haft eftir Hörpu að veðrið hafi verið nokkuð sérstakt, þar sem úrkoma féll sem snjókoma til fjalla en rigning í neðri hluta hlíðanna. „Af þeim sökum töldum við ekki mikla hættu á skriðuföllum ofarlega úr fjöllum. Þá hafi ekki verið talið að mikið vatn streymdi á stallana í Strandartindi, sem gnæfir yfir skriðusvæðið,“ er haft eftir Hörpu, sem bætir við að ofanflóðasérfræðingar hafi búist við jarðvegsskriðum á borð við þær sem fallið höfðu dagana á undan. Gert hafi verið ráð fyrir því að skriðurnar gætu farið stækkandi og því hafi viðbúnaður og tilmæli um rýmingar miðast við það. Þegar stóra skriðan féll, rétt fyrir klukkan þrjú á föstudag, var búið að rýma hluta Seyðisfjarðar. Þó hafði það svæði sem skriðan féll á þó ekki allt verið rýmt. Viðbragðsaðilar og nokkrir íbúar bæjarins voru á svæðinu, en sumir sluppu afar naumlega frá skriðunni. „Við bjuggumst ekki við skriðu af þessari stærðargráðu og vanmátum aðstæður utan Búðarár þar sem skriðan féll. Við bjuggumst við skriðum, til dæmis í Búðará, en túlkun jarðfræðilegra greininga höfðu ekki gefið til kynna ummerki um stórar forsögulegar skriður þessum stað,“ segir Harpa. Veðurstofan fylgist grannt með Þá segir á vef Veðurstofunnar að nokkrar sprungur gangi út frá skriðusárum í hlíðunum ofan Seyðisfjarðar. Veðurstofan fylgist vel með aðstæðum til að meta hættuna á frekari skriðuföllum. Eftir að skriður falli geti áfram hrunið úr skriðusárinu, en slíkar skriður eru í flestum tilfellum mun minni. „Mælingar milli daga sýna að hreyfingin hefur hægt á sér, sem eru góðar fréttir. Þá sýna mælingar úr borholum og vatnsritamælum að vatnsþrýstingur fer minnkandi. Tíminn vinnur með okkur meðan ekki rignir og svæðið verður smá saman stöðugra,“ segir Harpa, en snjóað hefur í bænum síðustu daga. Hér má nálgast umfjöllun Veðurstofunnar um skriðuna og hættu á fleiri skriðum á svæðinu.
Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13 Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. 22. desember 2020 13:34 Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. 22. desember 2020 12:40 „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13
Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. 22. desember 2020 13:34
Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. 22. desember 2020 12:40
„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00