Trúir því ekki að Salah vilji fara til Real eftir atvikið með Ramos Anton Ingi Leifsson skrifar 23. desember 2020 16:30 Atvikið umdeilda í Kiev árið 2018. VI Images/Getty Fyrrum framherji Liverpool, John Aldridge, segist eiga erfitt með að skilja ef Mohamed Salah, framherji meistaranna, vilji fara til Real Madrid eftir atvikið með Sergio Ramos í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Að undanförnu hefur verið fjallað um meinta óánægju Salah hjá enska liðinu en hann er ekki sagður vilja útiloka skipti til Real Madrid eða Barcelona. Aldridge, sem lék 83 leiki með Liverpool, finnst það skrýtið ef Madrídarliðið heillar hann eftir að Salah fór af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Það var einmitt gegn Real Madrid en eftir baráttu við fyrirliða Real, Sergio Ramos, þá féll Salah til jarðar og lenti á öxlinni. Hann þurfti síðar meir í aðgerð en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við framgöngu Ramos. „Persónulega, ef þetta hefði verið ég í úrslitaleiknum og hvernig Ramos fór með hann, þá hefði ég hatað Real Madrid eftir þetta atvik,“ sagði Aldridge í samtali við Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni. „Þetta tilboð myndi ekki höfða til mín en ég myndi heldur ekki vilja fara frá Liverpool. Þetta eru einir af bestu framherjum í heiminum. Mane og Salah, svo þeir verða alltaf orðaðir við Real.“ „Þetta er undir Jurgen Klopp komið hvað hann vill. Þú verður að treysta stjóranum að stýra þessum aðstæðum eins og hann vill að þær fari en leikmennirnir eru það sterkir núna að ef þeir vilja fara, þá fara þeir.“ Salah byrjaði á bekknum um helgina er Liverpool vann 7-0 stórsigur á Crystal Palace. Hann kom hins vegar inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Ex-Liverpool star John Aldridge can't believe Mohamed Salah would want to move to Real Madrid after Champions League final injury https://t.co/UoCSQKRyfI— MailOnline Sport (@MailSport) December 22, 2020 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um meinta óánægju Salah hjá enska liðinu en hann er ekki sagður vilja útiloka skipti til Real Madrid eða Barcelona. Aldridge, sem lék 83 leiki með Liverpool, finnst það skrýtið ef Madrídarliðið heillar hann eftir að Salah fór af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Það var einmitt gegn Real Madrid en eftir baráttu við fyrirliða Real, Sergio Ramos, þá féll Salah til jarðar og lenti á öxlinni. Hann þurfti síðar meir í aðgerð en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við framgöngu Ramos. „Persónulega, ef þetta hefði verið ég í úrslitaleiknum og hvernig Ramos fór með hann, þá hefði ég hatað Real Madrid eftir þetta atvik,“ sagði Aldridge í samtali við Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni. „Þetta tilboð myndi ekki höfða til mín en ég myndi heldur ekki vilja fara frá Liverpool. Þetta eru einir af bestu framherjum í heiminum. Mane og Salah, svo þeir verða alltaf orðaðir við Real.“ „Þetta er undir Jurgen Klopp komið hvað hann vill. Þú verður að treysta stjóranum að stýra þessum aðstæðum eins og hann vill að þær fari en leikmennirnir eru það sterkir núna að ef þeir vilja fara, þá fara þeir.“ Salah byrjaði á bekknum um helgina er Liverpool vann 7-0 stórsigur á Crystal Palace. Hann kom hins vegar inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Ex-Liverpool star John Aldridge can't believe Mohamed Salah would want to move to Real Madrid after Champions League final injury https://t.co/UoCSQKRyfI— MailOnline Sport (@MailSport) December 22, 2020
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira