Cavani og Martial skutu United í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. desember 2020 22:00 Cavani fagnaði marki sínu á sinn einstaka hátt. EPA-EFE/Clive Brunskill Manchester United tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins með 2-0 sigri á Everton á Goodison Park í kvöld. Gestirnir frá Manchester byrjuðu af krafti í kvöld en Everton óx ásmegin. Staðan þó markalaus í hálfleik og í raun stefndi í vítaspyrnukeppni er Edinson Cavani kom Manchester United yfir á 87. mínútu. Úrúgvæinn fékk þá sendingu frá Anthony Martial, lagði boltann fyrir sig og þrumaði knettinum í netið. Staðan orðin 1-0 og eftir það sóttu bæði lið eins og um borðtennis væri að ræða. Það var svo Anthony Martial sem gulltryggði sigur Man Utd með marki í uppbótartíma. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. United því komið í undanúrslit enska deildabikarsins ásamt Manchester City, Tottenham Hotspur og Brentford. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins með 2-0 sigri á Everton á Goodison Park í kvöld. Gestirnir frá Manchester byrjuðu af krafti í kvöld en Everton óx ásmegin. Staðan þó markalaus í hálfleik og í raun stefndi í vítaspyrnukeppni er Edinson Cavani kom Manchester United yfir á 87. mínútu. Úrúgvæinn fékk þá sendingu frá Anthony Martial, lagði boltann fyrir sig og þrumaði knettinum í netið. Staðan orðin 1-0 og eftir það sóttu bæði lið eins og um borðtennis væri að ræða. Það var svo Anthony Martial sem gulltryggði sigur Man Utd með marki í uppbótartíma. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. United því komið í undanúrslit enska deildabikarsins ásamt Manchester City, Tottenham Hotspur og Brentford.