Miklar verðhækkanir á jólamat Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2020 11:52 Neyslan nær hámarki um þetta leyti árs. Matvara hefur hækkað til mikilla muna milli ára. visir/einará Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. Jólamatur hækkaði í verði í flestum tilfellum og í meirihluta verslana milli 2019 og 2020 eða í fimm verslunum af átta. Iceland er eina verslunin þar sem verð lækkaði í meirihluta tilfella eða í 73 prósenta. Verð í Hagkaup lækkaði 47 prósenta tilfella en verð í Kjörbúðinni lækkaði í 42 prósenta. Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019 og var munur á hæsta og lægsta verði í verslunum oftar minni í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þar segir að miklar verðhækkanir megi greina í mörgum vöruflokkum milli ára. „Í sumum verslunum má þó einnig sjá verðlækkanir milli ára. Verð á grænmeti og ávöxtum hækkar mest í verði milli ára en töluverðar verðhækkanir má sjá í fleiri matvöruflokkum eins og kornvöru, mjólkurvöru og drykkjarvöru.“ Grænmeti og ávextir rjúka upp í verði Í tilkynningunni segir að grænmeti og ávextir hafi í flestum tilfellum hækkað í verði milli ára og þá í flestum verslunum. „Í mörgum tilfellum er um að ræða mjög miklar verðhækkanir sem nema tugum prósenta. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði eða stóð í stað í flestum tilfellum í Iceland og Hagkaup en verð lækkaði einnig eða stóð í stað í þónokkrum tilvikum í Fjarðarkaup og Heimkaup.“ Þá segir jafnframt að mjólkurvörur hafi í flestum tilfellum hækkað í verði í verslunum; verð á lítra af nýmjólk frá MS hækkaði til að mynda um um 5-8 prósent í öllum verslunum nema í Iceland þar sem það lækkaði um 1 prósent. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hefur veg og vanda að verðlagskönnunum ASÍ. „Verð á MS Dala feta í kryddolíu hækkaði um 2-11% nema í Kjörbúðinni þar sem hann lækkaði um 7%. Þá hækkaði verð á Toppi sprauturjóma mikið eða um 5-33%. Mjólkurvörur lækkuðu oftast í verði í Iceland og í Kjörbúðinni milli ára. Verð á kornvöru; brauði, kexi, smákökum og morgunkorni hækkaði í verði í flestum verslunum og mátti oft sjá miklar verðhækkanir í þessum vöruflokki eða frá 4% upp í 20% og stundum 30%. Verð í þessum vöruflokki lækkaði oftast í Iceland, Kjörbúðinni og Hagkaup.“ Kjöt hækkað og lækkað í verði Sé litið til verðs á kjötvöru þá hefur það bæði hækkað og lækkað. SS hamborgarhryggur, með beini og úrbeinaður, lækkaði í verði í öllum þeim verslunum sem vörurnar fengust í. „Verð á kjöti lækkaði í 6 tilfellum af 7 í Heimkaup, 4 tilfellum af 7 í Iceland og 8 tilfellum af 12 í Hagkaup auk þess sem verð stóð í stað í einu tilviki. Þá lækkaði verð á kjöti eða stóð í stað í 6 tilfellum af 10 í Bónus, 3 tilfellum af 7 í Krónunni, 3 tilfellum af 6 í Krónunni og í 4 tilfellum af 13 í Fjarðarkaupum.“ Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ hefur verð á matvælum hefur hækkað verulega milli ára.visir/sindri Í mörgum tilfellum hækkaði verð á á konfekti, sælgæti og snakki og voru verðhækkanir á bilinu 3-16%. Íslenskt konfekt lækkaði frekar í verði en erlent og lækkaði verð á konfekti, nammi og snakki oftast í Iceland, Kjörbúðinni, Nettó og Hagkaup. Þá voru töluverðar verðlækkanir á drykkjarvöru í sumum verslunum en verðhækkanir í öðrum. Verð á drykkjarvöru lækkaði oftast og mest í Iceland. Verð á drykkjarvörur lækkaði einnig eða stóð í stað í öllum tilfellum í Hagkaup og í meirihluta tilfella í Kjörbúðinni eða í 6 tilfellum af 10. Töluverðar verðhækkanir voru þó á drykkjarvöru í öðrum verslunum. Minni verðmunur á jólamat milli verslana 2020 en 2019 Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019. Árið 2019 var munur á hæsta og lægsta verði yfir 20% í 80% tilfella en til samanburðar var munur á hæsta og lægsta verði þetta árið yfir 20% í 53% tilfella. Þá var munur á hæsta og lægsta verði yfir 40% í 41% tilfella árið 2019 en í 26% tilfella í ár. Verðkönnun á jólamat 2020 má sjá hér. Verðkönnun á jólamat 2019 má sjá hér. Um úttektina Um þær verðbreytingar sem hér eru tíundaðar skal segja að þær miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 17. desember 2019 og 15. desember 2020. Mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Verslun Jól Verðlag Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Jólamatur hækkaði í verði í flestum tilfellum og í meirihluta verslana milli 2019 og 2020 eða í fimm verslunum af átta. Iceland er eina verslunin þar sem verð lækkaði í meirihluta tilfella eða í 73 prósenta. Verð í Hagkaup lækkaði 47 prósenta tilfella en verð í Kjörbúðinni lækkaði í 42 prósenta. Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019 og var munur á hæsta og lægsta verði í verslunum oftar minni í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þar segir að miklar verðhækkanir megi greina í mörgum vöruflokkum milli ára. „Í sumum verslunum má þó einnig sjá verðlækkanir milli ára. Verð á grænmeti og ávöxtum hækkar mest í verði milli ára en töluverðar verðhækkanir má sjá í fleiri matvöruflokkum eins og kornvöru, mjólkurvöru og drykkjarvöru.“ Grænmeti og ávextir rjúka upp í verði Í tilkynningunni segir að grænmeti og ávextir hafi í flestum tilfellum hækkað í verði milli ára og þá í flestum verslunum. „Í mörgum tilfellum er um að ræða mjög miklar verðhækkanir sem nema tugum prósenta. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði eða stóð í stað í flestum tilfellum í Iceland og Hagkaup en verð lækkaði einnig eða stóð í stað í þónokkrum tilvikum í Fjarðarkaup og Heimkaup.“ Þá segir jafnframt að mjólkurvörur hafi í flestum tilfellum hækkað í verði í verslunum; verð á lítra af nýmjólk frá MS hækkaði til að mynda um um 5-8 prósent í öllum verslunum nema í Iceland þar sem það lækkaði um 1 prósent. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hefur veg og vanda að verðlagskönnunum ASÍ. „Verð á MS Dala feta í kryddolíu hækkaði um 2-11% nema í Kjörbúðinni þar sem hann lækkaði um 7%. Þá hækkaði verð á Toppi sprauturjóma mikið eða um 5-33%. Mjólkurvörur lækkuðu oftast í verði í Iceland og í Kjörbúðinni milli ára. Verð á kornvöru; brauði, kexi, smákökum og morgunkorni hækkaði í verði í flestum verslunum og mátti oft sjá miklar verðhækkanir í þessum vöruflokki eða frá 4% upp í 20% og stundum 30%. Verð í þessum vöruflokki lækkaði oftast í Iceland, Kjörbúðinni og Hagkaup.“ Kjöt hækkað og lækkað í verði Sé litið til verðs á kjötvöru þá hefur það bæði hækkað og lækkað. SS hamborgarhryggur, með beini og úrbeinaður, lækkaði í verði í öllum þeim verslunum sem vörurnar fengust í. „Verð á kjöti lækkaði í 6 tilfellum af 7 í Heimkaup, 4 tilfellum af 7 í Iceland og 8 tilfellum af 12 í Hagkaup auk þess sem verð stóð í stað í einu tilviki. Þá lækkaði verð á kjöti eða stóð í stað í 6 tilfellum af 10 í Bónus, 3 tilfellum af 7 í Krónunni, 3 tilfellum af 6 í Krónunni og í 4 tilfellum af 13 í Fjarðarkaupum.“ Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ hefur verð á matvælum hefur hækkað verulega milli ára.visir/sindri Í mörgum tilfellum hækkaði verð á á konfekti, sælgæti og snakki og voru verðhækkanir á bilinu 3-16%. Íslenskt konfekt lækkaði frekar í verði en erlent og lækkaði verð á konfekti, nammi og snakki oftast í Iceland, Kjörbúðinni, Nettó og Hagkaup. Þá voru töluverðar verðlækkanir á drykkjarvöru í sumum verslunum en verðhækkanir í öðrum. Verð á drykkjarvöru lækkaði oftast og mest í Iceland. Verð á drykkjarvörur lækkaði einnig eða stóð í stað í öllum tilfellum í Hagkaup og í meirihluta tilfella í Kjörbúðinni eða í 6 tilfellum af 10. Töluverðar verðhækkanir voru þó á drykkjarvöru í öðrum verslunum. Minni verðmunur á jólamat milli verslana 2020 en 2019 Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019. Árið 2019 var munur á hæsta og lægsta verði yfir 20% í 80% tilfella en til samanburðar var munur á hæsta og lægsta verði þetta árið yfir 20% í 53% tilfella. Þá var munur á hæsta og lægsta verði yfir 40% í 41% tilfella árið 2019 en í 26% tilfella í ár. Verðkönnun á jólamat 2020 má sjá hér. Verðkönnun á jólamat 2019 má sjá hér. Um úttektina Um þær verðbreytingar sem hér eru tíundaðar skal segja að þær miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 17. desember 2019 og 15. desember 2020. Mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verslun Jól Verðlag Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira