Man City ekki í vandræðum með Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2020 22:00 Ferran Torres skoraði annað mark City í kvöld. EPA-EFE/Clive Brunskill Manchester City vann 2-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn var síst of stór miðað við yfirburði Man City. Ilkay Gundogan kom City yfir á 14. mínútu eftir sendingu Raheem Sterling. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bætti Ferran Torres við marki fyrir City og staðan orðin 2-0. Reyndust það lokatölur leiksins en City átti alls sex skot á markið þó svo að liðið væri með boltann 76 prósent af leiknum. Var þetta tíundi leikur City í röð án taps og 13. skiptið sem þeir halda marki sínu hreinu á leiktíðinni. 13 Manchester City have kept their 13th clean sheet of the campaign, more than any other team within the top five European leagues this season. Pragmatism.— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2020 Sigurinn lyftir City upp í 6. sæti deildarinnar með 26 stig, stigi minna en nágrannar þeirra í United sem eru í 5. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Manchester City vann 2-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn var síst of stór miðað við yfirburði Man City. Ilkay Gundogan kom City yfir á 14. mínútu eftir sendingu Raheem Sterling. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bætti Ferran Torres við marki fyrir City og staðan orðin 2-0. Reyndust það lokatölur leiksins en City átti alls sex skot á markið þó svo að liðið væri með boltann 76 prósent af leiknum. Var þetta tíundi leikur City í röð án taps og 13. skiptið sem þeir halda marki sínu hreinu á leiktíðinni. 13 Manchester City have kept their 13th clean sheet of the campaign, more than any other team within the top five European leagues this season. Pragmatism.— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2020 Sigurinn lyftir City upp í 6. sæti deildarinnar með 26 stig, stigi minna en nágrannar þeirra í United sem eru í 5. sæti.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti