Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2020 23:37 Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. Í viðvörun Vegagerðarinnar sem gefin var út í kvöld segir að umtalsverðar slitlagsskemmdir séu á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skemmdirnar séu mestar á Mikladal á um fjögurra til fimm kílómetra kafla og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar. Slitlagsskemmdir á þjóðveginum um Mikladal.Vesturbyggð Í ályktun bæjarráðs Vesturbyggðar segir að vegkaflarnir um Mikladal og Tálknafjörð sem og um Barðaströnd séu illa farnir og slitlag á stórum köflum horfið. Aðeins sé tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á þessum vegum. Uppbygging laxeldis á stöðum eins og Bíldudal hefur leitt til stóraukinnar umferðar flutningabíla en ljósmyndir sýna slitlagið illa farið. Flutningafyrirtækið Akstur og köfun rekur tólf trukka á þessari leið, sem mest sinna flutningum með ferskan lax. Einn af tólf flutningabílum fyrirtækisins að aka frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Ég held bara að þetta lið fyrir sunnan ætti að fara að vakna yfir því hvað er að gerast hérna,“ segir Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Á næsta ári til dæmis þurfum við að koma 25 þúsund tonnum héðan í burtu. Og eins og tíðin er núna - það eru umhleypingarnar – það er það versta sem við eigum við. Frostið er það besta.“ Á verkstæði fyrirtækisins sýnir hann okkur flutningabíl sem valt á Hjallahálsi í síðasta mánuði þegar vegkantur lét undan þunganum. „Hann er einn af þremur sem er búinn að fara.“ Frá vegagerðinni sem hafin er í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Gísli fagnar samt þeim vegarbótum sem hafnar eru í Gufudalssveit. „Gufudalssveitin verður eitt drullusvað næstu þrjú árin meðan þeir eru að vinna í þessu. Og hún er orðin eitt drullusvað. Það er bara þannig meðan Vegagerðin er að byggja vegi upp úr mold. Þá er bara eitt drullusvað.“ Milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals vill hann jarðgöng. Vegurinn frá Patreksfirði upp á Mikladal til hægri. Í gráu byggingunni er verkstæði Aksturs og köfunar.Egill Aðalsteinsson „Það verður náttúrlega að byrja að bora hérna í gegn,“ segir Gísli og bendir á brattann á Hálfdáni og Mikladal. „Og þú tekur ekkert tilhlaup í neina brekku. Það er allsstaðar vinkilbeygja við allar brekkur. Og þetta er vandamálið. Þú ert á fulllestuðum trukk þarna – þú nærð engri ferð. Þeir eiga náttúrlega að bora í gegnum þetta,“ segir trukkastjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Vesturbyggð Reykhólahreppur Tálknafjörður Fiskeldi Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í viðvörun Vegagerðarinnar sem gefin var út í kvöld segir að umtalsverðar slitlagsskemmdir séu á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skemmdirnar séu mestar á Mikladal á um fjögurra til fimm kílómetra kafla og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar. Slitlagsskemmdir á þjóðveginum um Mikladal.Vesturbyggð Í ályktun bæjarráðs Vesturbyggðar segir að vegkaflarnir um Mikladal og Tálknafjörð sem og um Barðaströnd séu illa farnir og slitlag á stórum köflum horfið. Aðeins sé tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á þessum vegum. Uppbygging laxeldis á stöðum eins og Bíldudal hefur leitt til stóraukinnar umferðar flutningabíla en ljósmyndir sýna slitlagið illa farið. Flutningafyrirtækið Akstur og köfun rekur tólf trukka á þessari leið, sem mest sinna flutningum með ferskan lax. Einn af tólf flutningabílum fyrirtækisins að aka frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Ég held bara að þetta lið fyrir sunnan ætti að fara að vakna yfir því hvað er að gerast hérna,“ segir Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Á næsta ári til dæmis þurfum við að koma 25 þúsund tonnum héðan í burtu. Og eins og tíðin er núna - það eru umhleypingarnar – það er það versta sem við eigum við. Frostið er það besta.“ Á verkstæði fyrirtækisins sýnir hann okkur flutningabíl sem valt á Hjallahálsi í síðasta mánuði þegar vegkantur lét undan þunganum. „Hann er einn af þremur sem er búinn að fara.“ Frá vegagerðinni sem hafin er í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Gísli fagnar samt þeim vegarbótum sem hafnar eru í Gufudalssveit. „Gufudalssveitin verður eitt drullusvað næstu þrjú árin meðan þeir eru að vinna í þessu. Og hún er orðin eitt drullusvað. Það er bara þannig meðan Vegagerðin er að byggja vegi upp úr mold. Þá er bara eitt drullusvað.“ Milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals vill hann jarðgöng. Vegurinn frá Patreksfirði upp á Mikladal til hægri. Í gráu byggingunni er verkstæði Aksturs og köfunar.Egill Aðalsteinsson „Það verður náttúrlega að byrja að bora hérna í gegn,“ segir Gísli og bendir á brattann á Hálfdáni og Mikladal. „Og þú tekur ekkert tilhlaup í neina brekku. Það er allsstaðar vinkilbeygja við allar brekkur. Og þetta er vandamálið. Þú ert á fulllestuðum trukk þarna – þú nærð engri ferð. Þeir eiga náttúrlega að bora í gegnum þetta,“ segir trukkastjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Vesturbyggð Reykhólahreppur Tálknafjörður Fiskeldi Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00