Enski boltinn

Bruno með háleit markmið fyrir 2021

Ísak Hallmundarson skrifar
Bruno hefur farið á kostum á þessu ári.
Bruno hefur farið á kostum á þessu ári. getty/Nick Potts/PA

Bruno Fernandes kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í byrjun þessa árs þegar hann gekk til liðs við Manchester United. Hann hefur síðan þá komið að 29 mörkum í 27 leikjum fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, skorað sautján mörk og lagt upp tólf.

Bruno Fernandes kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í byrjun þessa árs þegar hann gekk til liðs við Manchester United. Hann hefur síðan þá komið að 29 mörkum í 27 leikjum fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, skorað sautján mörk og lagt upp tólf.

Aðspurður út í þennan frábæra persónulega árangur þakkar hann leikmönnunum í kringum sig. „Eins og ég hef sagt áður, það er auðvelt þegar þú ert í liði eins og Manchester United með svona marga góða leikmenn í kringum þig. Þeir hjálpa þér að verða betri og ég er hér til að hjálpa þeim að vera betri. Auðvitað er ég ánægður með þessar tölur, það er ekki auðvelt að komast á þetta stig, en ég vil gera betur og betur.“

„Ég vil klára tímabilið með fleiri mörk og stoðsendingar heldur en leiki. 

Fyrstu ellefu mánuðirnir hér hafa verið frábærir. Auðvitað er það sem ég sækist fyrst og fremst eftir að vinna titla. Ég hef mikla trú á því að við getum gert það árið 2021,“ sagði Bruno að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×