Enski boltinn

Man Utd unnið þrettán útileiki í röð gegn enskum liðum

Ísak Hallmundarson skrifar
Ole var kátur eftir sigurinn á Everton í gær.
Ole var kátur eftir sigurinn á Everton í gær. getty/Ash Donelon

Manchester United hefur unnið þrettán útileiki í röð gegn enskum andstæðingum sínum.

Sigur liðsins á Everton í deildabikarnum í gær var þrettándi sigurinn í röð á útivelli gegn ensku úrvalsdeilarliði í öllum keppnum, sem er félagsmet. Liðið hefur unnið alla sex útileiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili auk þess að vinna síðustu fjóra útileikina í deildinni í fyrra. 

Þá er liðið búið að vinna Everton og Brighton í deildarbikarnum á þessari leiktíð auk þess að vinna Norwich á útivelli í FA-bikarnum í sumar.

Það er spurning hvort sigurganga United á útivöllum haldi áfram á laugardaginn þegar liðið fer í heimsókn til Leicester, í sannkölluðum toppslag. Næsti útileikur liðsins eftir það er síðan á móti Englandsmeisturum Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×