Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. desember 2020 15:17 Bjarni Benediktsson hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið samkvæmið þegar hann áttaði sig á því, eftir fimmtán mínútur að eigin sögn, að ekki væri allt með felldu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. Vísir hefur rætt við einstakling sem tilkynnti um brot á sóttvarnarlögum til lögreglu um klukkan 22:24 í gærkvöldi. Viðkomandi hafði ætlað að skjótast á listasafnið til að kaupa þar verk. Þegar inn var komið var heimildarmanni Vísis ljóst að mun fleiri væru innandyra en sóttvarnarlög heimiluðu. Þá voru fæstir með grímur. Ásmundarsalur er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er lítið kaffihús með sætum og á efri hæð er lítill sýningarsalur. Þar eru líka nokkuð stórar svalir.Ásmundarsalur Fyrir vikið hringdi viðkomandi í lögreglu, tilkynnti líklegt brot á sóttvarnarlögum og kom fram í símtalinu að fjármálaráðherra væri á meðal gesta í salnum. Viðkomandi sá Bjarna mæta í Ásmundarsal og telur hann hafa verið þar í um tíu mínútur áður en hringt var á lögreglu. Hún hafi mætt tæpum hálftíma síðar. Sögulegur tölvupóstur frá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir á hverjum morgni upplýsingapóst til fjölmiðla um verkefni lögreglunnar kvöldið á undan og um nóttina. Misjafnt er hve fréttnæmir póstarnir og aldrei er minnst á hverjir eiga í hlut eða nákvæma staðsetningu verkefna lögreglu. Upplýsingarpóstarnir eru sjaldnast ítarlegir en sá í morgun var óvenjulangur. Þá vantar reglulega upplýsingar í póstinn um aðgerðir sem fjölmiðlar vita af en ekki er tæpt á í póstinum. Er þá yfirleitt um að ræða stærri aðgerðir þar sem rannsóknarhagsmunir gætu stundum verið í húfi. Upplýsingapóstinn frá því í morgun má sjá í heild að neðan en óvenju mikið var um að vera í nótt sem leið. Tilkynningin sem snýr að samkvæminu og ráðherra er klukkan 22:25 hjá Stöð 1. Morgunpóstur lögreglu til fjölmiðla 24. desember 2020 Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes 19:25 Tilkynnt um þjófnað / hnupl úr verslun við Fiskislóð, 101. Maður að stela bókum. Maðurinn játaði brotið og var bókunum skilað óskemmdum. Vettvangsskýrsla rituð. 19:48 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 22:25 Tilkynning umbrot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og brot á reglum um fjöldasamkomu. „ Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum. Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu. Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum. Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista“. 22:55 Maður handtekinn á veitingahúsi við Laugaveg grunaður um brot á áfengislögum, líkamsárás, hótanir, fara ekki að fyrirmælum lögreglu ofl. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 23:00 Afskipti höfð af tónleikagjörning utandyra í hverfi 101. Uþb. 60 manns samankomin og mátti greina ölvunarástand á vettvangi. Lögregla lét slökkva strax á tónlistinni. Maður kynnti sig sem ábyrgðarmann skemmtunarinnar og sagðist hann hafa auglýst viðburðinn á Facebook. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt. 23:15 Maður handtekinn í hverfi 105. Maðurinn er grunaður um brot á lögum um fjarskipti en maðurinn var ítrekað búinn að hringja í Neyðarlínu alls 237 sinnum sl. sólarhring. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 01:43 Tilkynnt um þjófnað / hnupl úr verslun í hverfi 108. Kona í annarlegu ástandi handtekin grunuð um þjófnaðinn og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 02:25 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar án rétttinda þ.e. sviptur ökuréttindum. Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes Ekkert fréttnæmt. Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt. 01:45 Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 116/80 á Reykjanesbraut, 201. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn var laus að lokinni sýnatöku. Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær. 17:41 Bifreið stöðvuð í hverfi 112. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda. 19:05 Tilkynnt um umferðaróhapp við Rafstöðvarveg, 110. Bifreið ekið út af vegi og í Elliðaárnar ekki slys á fólki. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Krókur sótti bifreiðina í ánna. 20:35 Bifreið stöðvuð í hverfi 270. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 21:59 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 02:58 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. 03:02 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur bifreiðar án rétttinda þ.e. sviptur ökuréttindum. Það vakti því athygli fjölmiðla í morgun þegar lögreglan nefndi sérstaklega í pósti sínum að ráðherra hefði verið meðal gesta í samkvæmi sem leyst var upp í miðborginni. Það sætir tíðindum að slíkar upplýsingar komi fram í upplýsingapósti. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net er meðal þeirra sem vekur athygli á þætti lögreglu í málinu. Megum ekki gleyma að hetjan í hneykslismáli Bjarna Ben er lögreglan. Þau mátu sem svo að þeim bæri skylda til að tilkynna þjóðinni að ráðherra hafi brotið af sér. Fjölmiðlar taka svo boltann af þeim og klára málið hratt og vel með því að opinbera hver sá seki var.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 24, 2020 Í pósti lögreglu í morgun, klukkan 06:08, kom fram að tilkynning hefði borist klukkan 22:25 um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og brots á reglum um fjöldasamkomu. Hvorki Bjarni né eigendur Ásmundarsalar svara spurningum Íslenskir fjölmiðlar birtu frétt upp úr tilkynningu lögreglu og í framhaldinu var hringt í ráðherrana hvern á fætur öðrum sem sóru fyrir að vera sá ráðherra sem minnst var á í tilkynningu lögreglu. Það var svo rétt fyrir klukkan tíu að Vísir sagði frá því að um væri að ræða Bjarna Benediktsson. Áfram var gerð tilraun til að ná í fjármálaráðherra vegna málsins sem telja má líklegt að sé með ansi mörg ósvöruð símtöl frá fjölmiðlum í dag. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson keyptu Ásmundarsal árið 2016. Kaupin vöktu nokkra athygli en kaupverðið var 168 milljónir. ASÍ var áður með listasafn þar.Aðsend Einnig var gerð tilraun til að ná í eigendur Ásmundarsalar, fjárfestana og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiði Magnúsdóttur, en ekki náðist í þau. Áttaði sig á stöðunni eftir fimmtán mínútur en fór ekki Tæpri klukkustund eftir birtingu fréttarinnar að Bjarni væri ráðherrann sem minnst var á í tilkynningu lögreglu birti hann yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Tilkynninguna má sjá í heild að neðan. Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju. Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir. Eins og lesa má í fréttum kom lögreglan og leysti samkomuna upp. Og réttilega. Þarna hafði of margt fólk safnast saman. Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum. Lögreglan mætti um 22:50 Lögreglan sendi frá sér aðra tilkynningu klukkan 10:16 þar sem einu nýju upplýsingarnar voru þær að málið færi til hefðbundinnar rannsóknar hjá embættinu og frekari upplýsinga um málið væri ekki að vænta fyrr en eftir jól eða áramót. Tilkynning lögreglu klukkan 10:16 Eins og fram hefur komið stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samkvæmi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöld vegna grunsemda um brot á sóttvarnalögum, en samkvæmisstaðnum var lokað og gestum vísað út. Málið fer nú til hefðbundinnar rannsóknar hjá embættinu, en frekari upplýsinga um málið er ekki að vænta fyrr en eftir jól eða áramót. Samkvæmt heimildum Vísis var það ekki fyrr en um 22:50 sem lögreglu bar að garði í Ásmundarsal. Erfitt er að lesa út úr yfirlýsingu Bjarna hve lengi hann var í samkvæminu. En miðað við að lögregla hafi fundið hann á staðnum hefur dvöl hans verið um 45 mínútur. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ segir Bjarni í yfirlýsingunni. Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir á góðri stundu. Samkvæmt heimildum Vísis var Bjarni ekki með grímu á sér í Ásmundarsal frekar en aðrir gestir. „Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Leiðréttu tilkynningu sína Eigendur Ásmundasalar svöruðu ekki símtölum fréttastofu frekar en ráðherra. Þau sendu svo frá sér tilkynningu á Facebook, líkt og ráðherra. Þar vildu þau taka fram að salurinn væri listasafn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu. Þá væri salurinn með veitingaleyfi. Þá var þar tekið fram að ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða, heldur sölusýninguna „Gleðileg jól“ sem opin var öllum. Upphafleg tilkynning frá Ásmundarsal Vegna frétta um samkvæmi í Ásmundarsal Eigendur og rekstraraðilar Ásmundarsalar vilja taka fram vegna frétta að salurinn er listasafn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu. Einnig er salurinn með veitingaleyfi. Ekki var um einkasamkvæmi að ræða í gær heldur var sölusýningin „Gleðileg jól” opin fyrir gesti og gangandi. Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Á skömmum tíma fór gestafjöldinn úr 10 í 40. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu. Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því. Ásmundarsalur hefur síðan uppfært tilkynningu sína og fjarlægt þá fullyrðingu að gestafjöldinn hafi á skömmum tíma farið úr tíu í fjörutíu. Heimildarmaður Vísis, sem var á staðnum um það leyti sem Bjarni mætti með eiginkonu sinni á staðinn, segir af og frá að aðeins tíu hafi verið á svæðinu um það leyti. Gestir hafi verið mun fleiri. Í tilkynningu lögreglu er minnst sérstaklega á það að Ásmundarsalur sé í flokki II og hafi því ekki haft leyfi til að hafa opið eftir klukkan 22. Það er í samræmi við auglýsingu Ásmundarsalar á samfélagsmiðlum sínum í gær þess efnis að sýningin væri opin til klukkan 22 á Þorláksmessu. View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur) Eigendur Ásmundasalar virðast þó hafa ætlað að hafa opið til 23 miðað við yfirlýsingu þeirra. „Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu,“ segir í yfirlýsingunni. „Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því.“ Málið bara hjá lögreglu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um málið það sem af er degi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill ekki ræða mál Bjarna og segir það á borði lögreglu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um málið. Ljóst er af umræðu á samfélagsmiðlum að margir bíða spenntir eftir viðbrögðum hennar.Vísir/Vilhelm „Málið er bara hjá lögreglu, þannig að ég held að við þurfum bara að leyfa því að vera þar,“ segir Svandís. Aðspurð hvaða augum hún liti málið sem heilbrigðisráðherra, og þar með æðsti yfirmaður sóttvarnaráðstafana hér á landi, segir Svandís: „Við vitum það að sóttvararáðstafanir eru til þess að fara eftir þeim. Það er mjög mikilvægt að við gerum það öll, og alveg jafn mikilvægt að við gerum það í dag eins og aðra daga sem við höfum verið að glíma við Covid,“ sagði Svandís. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um mál samráðherra síns að svo stöddu. Hleypi illu blóði í landann Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar loga vegna málsins enda uppálagt fyrir jólin að fólk haldi sig í sinni jólakúlu. Jólin verði öðruvísi þetta árið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög slæmt að ráðherra fari ekki eftir settum reglum. „Ja, mér finnst það bara slæmt. Það er slæmt fordæmi og mér þykir það bara mjög miður, eins og ég segi, ef menn hafa leiðst út í þetta. Það er ekki gott til afspurnar, finnst mér,“ segir Þórólfur í samtali við Ríkisútvarpið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lítur málið alvarlegum augum. Vísir/Egill Þetta geti hleypt illu blóði í landsmenn. „Alveg klárlega. Ég á fastlega von á því, bara ef maður sér viðbröð hvernig var þegar ferðamálaráðherra á sínum tíma tók myndir og síðan þegar Víðir veiktist hreinlega hvernig umræðan þá af stað, Ég á ekki von á öðru en að menn taki þessu mjög illa,“ segir Þórólfur. „Fólk veit alveg hvað það er sem við erum að reyna að gera og af hverju. En ég er bara mjög vonsvikinn og leiður,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. Hljóti að íhuga afsögn Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er á meðal þeirra sem gagnrýna Bjarna. Ábyrgð hans sé mikil. Formaður Samfylkingarinnar segir Bjarna hljóta að íhuga afsögn.Vísir/Vilhelm „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, segir fréttir dagsins gera sig orðlausa. Það hefði verið gaman að skrifa eh. annað hér að morgni aðfangadags en fréttir dagsins gera mig orðlausa. Sóttvarnaraðgerðir eru til að hlífa lífi og heilsu fólks. Fólk hittir ekki aðstandendur. Sóttvarnaraðgerðum verða allir að hlýða. Líka ráðherrar. https://t.co/MwunfTT4KC— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) December 24, 2020 Ungir Framsóknarmenn láta sömuleiðis í sér heyra. „Óforsvaranlegt er að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, brjóti gildandi sóttvarnarreglur þar sem um er að ræða reglur sem settar eru til að tryggja öryggi þjóðarinnar, bæði efnahagslega og heilsufarslega,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur skoðun á málinu. „En þessi maður er eitthvað allt annað. Hafinn yfir alla aðra. Þetta er óskiljanleg framkoma!“ Ok, Forsætisràðherra knúsar fólk á Seyðisfirði á versta tíma lífs þeirra. Ég hef alveg samúð með því. Eitthvað svo mannlegt og skiljanlegt. En þessi maður er eitthvað allt annað. Hafinn yfir alla aðra. Þetta er óskiljanleg framkoma! https://t.co/T0R9PbWJr1— Þórhildur Sunna (@sunnago) December 24, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Svandís segir sóttvarnaráðstafanir til þess að fara eftir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Bjarni var í gærkvöldi viðstaddur samkomu í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp vegna brota á samkomutakmörkunum. 24. desember 2020 14:00 „Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. 24. desember 2020 12:35 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Vísir hefur rætt við einstakling sem tilkynnti um brot á sóttvarnarlögum til lögreglu um klukkan 22:24 í gærkvöldi. Viðkomandi hafði ætlað að skjótast á listasafnið til að kaupa þar verk. Þegar inn var komið var heimildarmanni Vísis ljóst að mun fleiri væru innandyra en sóttvarnarlög heimiluðu. Þá voru fæstir með grímur. Ásmundarsalur er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er lítið kaffihús með sætum og á efri hæð er lítill sýningarsalur. Þar eru líka nokkuð stórar svalir.Ásmundarsalur Fyrir vikið hringdi viðkomandi í lögreglu, tilkynnti líklegt brot á sóttvarnarlögum og kom fram í símtalinu að fjármálaráðherra væri á meðal gesta í salnum. Viðkomandi sá Bjarna mæta í Ásmundarsal og telur hann hafa verið þar í um tíu mínútur áður en hringt var á lögreglu. Hún hafi mætt tæpum hálftíma síðar. Sögulegur tölvupóstur frá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir á hverjum morgni upplýsingapóst til fjölmiðla um verkefni lögreglunnar kvöldið á undan og um nóttina. Misjafnt er hve fréttnæmir póstarnir og aldrei er minnst á hverjir eiga í hlut eða nákvæma staðsetningu verkefna lögreglu. Upplýsingarpóstarnir eru sjaldnast ítarlegir en sá í morgun var óvenjulangur. Þá vantar reglulega upplýsingar í póstinn um aðgerðir sem fjölmiðlar vita af en ekki er tæpt á í póstinum. Er þá yfirleitt um að ræða stærri aðgerðir þar sem rannsóknarhagsmunir gætu stundum verið í húfi. Upplýsingapóstinn frá því í morgun má sjá í heild að neðan en óvenju mikið var um að vera í nótt sem leið. Tilkynningin sem snýr að samkvæminu og ráðherra er klukkan 22:25 hjá Stöð 1. Morgunpóstur lögreglu til fjölmiðla 24. desember 2020 Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes 19:25 Tilkynnt um þjófnað / hnupl úr verslun við Fiskislóð, 101. Maður að stela bókum. Maðurinn játaði brotið og var bókunum skilað óskemmdum. Vettvangsskýrsla rituð. 19:48 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 22:25 Tilkynning umbrot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og brot á reglum um fjöldasamkomu. „ Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum. Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu. Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum. Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista“. 22:55 Maður handtekinn á veitingahúsi við Laugaveg grunaður um brot á áfengislögum, líkamsárás, hótanir, fara ekki að fyrirmælum lögreglu ofl. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 23:00 Afskipti höfð af tónleikagjörning utandyra í hverfi 101. Uþb. 60 manns samankomin og mátti greina ölvunarástand á vettvangi. Lögregla lét slökkva strax á tónlistinni. Maður kynnti sig sem ábyrgðarmann skemmtunarinnar og sagðist hann hafa auglýst viðburðinn á Facebook. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt. 23:15 Maður handtekinn í hverfi 105. Maðurinn er grunaður um brot á lögum um fjarskipti en maðurinn var ítrekað búinn að hringja í Neyðarlínu alls 237 sinnum sl. sólarhring. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 01:43 Tilkynnt um þjófnað / hnupl úr verslun í hverfi 108. Kona í annarlegu ástandi handtekin grunuð um þjófnaðinn og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 02:25 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar án rétttinda þ.e. sviptur ökuréttindum. Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes Ekkert fréttnæmt. Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt. 01:45 Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 116/80 á Reykjanesbraut, 201. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn var laus að lokinni sýnatöku. Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær. 17:41 Bifreið stöðvuð í hverfi 112. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda. 19:05 Tilkynnt um umferðaróhapp við Rafstöðvarveg, 110. Bifreið ekið út af vegi og í Elliðaárnar ekki slys á fólki. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Krókur sótti bifreiðina í ánna. 20:35 Bifreið stöðvuð í hverfi 270. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 21:59 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 02:58 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. 03:02 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur bifreiðar án rétttinda þ.e. sviptur ökuréttindum. Það vakti því athygli fjölmiðla í morgun þegar lögreglan nefndi sérstaklega í pósti sínum að ráðherra hefði verið meðal gesta í samkvæmi sem leyst var upp í miðborginni. Það sætir tíðindum að slíkar upplýsingar komi fram í upplýsingapósti. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net er meðal þeirra sem vekur athygli á þætti lögreglu í málinu. Megum ekki gleyma að hetjan í hneykslismáli Bjarna Ben er lögreglan. Þau mátu sem svo að þeim bæri skylda til að tilkynna þjóðinni að ráðherra hafi brotið af sér. Fjölmiðlar taka svo boltann af þeim og klára málið hratt og vel með því að opinbera hver sá seki var.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 24, 2020 Í pósti lögreglu í morgun, klukkan 06:08, kom fram að tilkynning hefði borist klukkan 22:25 um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og brots á reglum um fjöldasamkomu. Hvorki Bjarni né eigendur Ásmundarsalar svara spurningum Íslenskir fjölmiðlar birtu frétt upp úr tilkynningu lögreglu og í framhaldinu var hringt í ráðherrana hvern á fætur öðrum sem sóru fyrir að vera sá ráðherra sem minnst var á í tilkynningu lögreglu. Það var svo rétt fyrir klukkan tíu að Vísir sagði frá því að um væri að ræða Bjarna Benediktsson. Áfram var gerð tilraun til að ná í fjármálaráðherra vegna málsins sem telja má líklegt að sé með ansi mörg ósvöruð símtöl frá fjölmiðlum í dag. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson keyptu Ásmundarsal árið 2016. Kaupin vöktu nokkra athygli en kaupverðið var 168 milljónir. ASÍ var áður með listasafn þar.Aðsend Einnig var gerð tilraun til að ná í eigendur Ásmundarsalar, fjárfestana og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiði Magnúsdóttur, en ekki náðist í þau. Áttaði sig á stöðunni eftir fimmtán mínútur en fór ekki Tæpri klukkustund eftir birtingu fréttarinnar að Bjarni væri ráðherrann sem minnst var á í tilkynningu lögreglu birti hann yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Tilkynninguna má sjá í heild að neðan. Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju. Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir. Eins og lesa má í fréttum kom lögreglan og leysti samkomuna upp. Og réttilega. Þarna hafði of margt fólk safnast saman. Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum. Lögreglan mætti um 22:50 Lögreglan sendi frá sér aðra tilkynningu klukkan 10:16 þar sem einu nýju upplýsingarnar voru þær að málið færi til hefðbundinnar rannsóknar hjá embættinu og frekari upplýsinga um málið væri ekki að vænta fyrr en eftir jól eða áramót. Tilkynning lögreglu klukkan 10:16 Eins og fram hefur komið stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samkvæmi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöld vegna grunsemda um brot á sóttvarnalögum, en samkvæmisstaðnum var lokað og gestum vísað út. Málið fer nú til hefðbundinnar rannsóknar hjá embættinu, en frekari upplýsinga um málið er ekki að vænta fyrr en eftir jól eða áramót. Samkvæmt heimildum Vísis var það ekki fyrr en um 22:50 sem lögreglu bar að garði í Ásmundarsal. Erfitt er að lesa út úr yfirlýsingu Bjarna hve lengi hann var í samkvæminu. En miðað við að lögregla hafi fundið hann á staðnum hefur dvöl hans verið um 45 mínútur. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ segir Bjarni í yfirlýsingunni. Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir á góðri stundu. Samkvæmt heimildum Vísis var Bjarni ekki með grímu á sér í Ásmundarsal frekar en aðrir gestir. „Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Leiðréttu tilkynningu sína Eigendur Ásmundasalar svöruðu ekki símtölum fréttastofu frekar en ráðherra. Þau sendu svo frá sér tilkynningu á Facebook, líkt og ráðherra. Þar vildu þau taka fram að salurinn væri listasafn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu. Þá væri salurinn með veitingaleyfi. Þá var þar tekið fram að ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða, heldur sölusýninguna „Gleðileg jól“ sem opin var öllum. Upphafleg tilkynning frá Ásmundarsal Vegna frétta um samkvæmi í Ásmundarsal Eigendur og rekstraraðilar Ásmundarsalar vilja taka fram vegna frétta að salurinn er listasafn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu. Einnig er salurinn með veitingaleyfi. Ekki var um einkasamkvæmi að ræða í gær heldur var sölusýningin „Gleðileg jól” opin fyrir gesti og gangandi. Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Á skömmum tíma fór gestafjöldinn úr 10 í 40. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu. Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því. Ásmundarsalur hefur síðan uppfært tilkynningu sína og fjarlægt þá fullyrðingu að gestafjöldinn hafi á skömmum tíma farið úr tíu í fjörutíu. Heimildarmaður Vísis, sem var á staðnum um það leyti sem Bjarni mætti með eiginkonu sinni á staðinn, segir af og frá að aðeins tíu hafi verið á svæðinu um það leyti. Gestir hafi verið mun fleiri. Í tilkynningu lögreglu er minnst sérstaklega á það að Ásmundarsalur sé í flokki II og hafi því ekki haft leyfi til að hafa opið eftir klukkan 22. Það er í samræmi við auglýsingu Ásmundarsalar á samfélagsmiðlum sínum í gær þess efnis að sýningin væri opin til klukkan 22 á Þorláksmessu. View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur) Eigendur Ásmundasalar virðast þó hafa ætlað að hafa opið til 23 miðað við yfirlýsingu þeirra. „Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu,“ segir í yfirlýsingunni. „Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því.“ Málið bara hjá lögreglu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um málið það sem af er degi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill ekki ræða mál Bjarna og segir það á borði lögreglu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um málið. Ljóst er af umræðu á samfélagsmiðlum að margir bíða spenntir eftir viðbrögðum hennar.Vísir/Vilhelm „Málið er bara hjá lögreglu, þannig að ég held að við þurfum bara að leyfa því að vera þar,“ segir Svandís. Aðspurð hvaða augum hún liti málið sem heilbrigðisráðherra, og þar með æðsti yfirmaður sóttvarnaráðstafana hér á landi, segir Svandís: „Við vitum það að sóttvararáðstafanir eru til þess að fara eftir þeim. Það er mjög mikilvægt að við gerum það öll, og alveg jafn mikilvægt að við gerum það í dag eins og aðra daga sem við höfum verið að glíma við Covid,“ sagði Svandís. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um mál samráðherra síns að svo stöddu. Hleypi illu blóði í landann Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar loga vegna málsins enda uppálagt fyrir jólin að fólk haldi sig í sinni jólakúlu. Jólin verði öðruvísi þetta árið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög slæmt að ráðherra fari ekki eftir settum reglum. „Ja, mér finnst það bara slæmt. Það er slæmt fordæmi og mér þykir það bara mjög miður, eins og ég segi, ef menn hafa leiðst út í þetta. Það er ekki gott til afspurnar, finnst mér,“ segir Þórólfur í samtali við Ríkisútvarpið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lítur málið alvarlegum augum. Vísir/Egill Þetta geti hleypt illu blóði í landsmenn. „Alveg klárlega. Ég á fastlega von á því, bara ef maður sér viðbröð hvernig var þegar ferðamálaráðherra á sínum tíma tók myndir og síðan þegar Víðir veiktist hreinlega hvernig umræðan þá af stað, Ég á ekki von á öðru en að menn taki þessu mjög illa,“ segir Þórólfur. „Fólk veit alveg hvað það er sem við erum að reyna að gera og af hverju. En ég er bara mjög vonsvikinn og leiður,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. Hljóti að íhuga afsögn Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er á meðal þeirra sem gagnrýna Bjarna. Ábyrgð hans sé mikil. Formaður Samfylkingarinnar segir Bjarna hljóta að íhuga afsögn.Vísir/Vilhelm „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, segir fréttir dagsins gera sig orðlausa. Það hefði verið gaman að skrifa eh. annað hér að morgni aðfangadags en fréttir dagsins gera mig orðlausa. Sóttvarnaraðgerðir eru til að hlífa lífi og heilsu fólks. Fólk hittir ekki aðstandendur. Sóttvarnaraðgerðum verða allir að hlýða. Líka ráðherrar. https://t.co/MwunfTT4KC— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) December 24, 2020 Ungir Framsóknarmenn láta sömuleiðis í sér heyra. „Óforsvaranlegt er að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, brjóti gildandi sóttvarnarreglur þar sem um er að ræða reglur sem settar eru til að tryggja öryggi þjóðarinnar, bæði efnahagslega og heilsufarslega,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur skoðun á málinu. „En þessi maður er eitthvað allt annað. Hafinn yfir alla aðra. Þetta er óskiljanleg framkoma!“ Ok, Forsætisràðherra knúsar fólk á Seyðisfirði á versta tíma lífs þeirra. Ég hef alveg samúð með því. Eitthvað svo mannlegt og skiljanlegt. En þessi maður er eitthvað allt annað. Hafinn yfir alla aðra. Þetta er óskiljanleg framkoma! https://t.co/T0R9PbWJr1— Þórhildur Sunna (@sunnago) December 24, 2020
Morgunpóstur lögreglu til fjölmiðla 24. desember 2020 Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes 19:25 Tilkynnt um þjófnað / hnupl úr verslun við Fiskislóð, 101. Maður að stela bókum. Maðurinn játaði brotið og var bókunum skilað óskemmdum. Vettvangsskýrsla rituð. 19:48 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 22:25 Tilkynning umbrot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og brot á reglum um fjöldasamkomu. „ Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum. Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu. Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum. Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista“. 22:55 Maður handtekinn á veitingahúsi við Laugaveg grunaður um brot á áfengislögum, líkamsárás, hótanir, fara ekki að fyrirmælum lögreglu ofl. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 23:00 Afskipti höfð af tónleikagjörning utandyra í hverfi 101. Uþb. 60 manns samankomin og mátti greina ölvunarástand á vettvangi. Lögregla lét slökkva strax á tónlistinni. Maður kynnti sig sem ábyrgðarmann skemmtunarinnar og sagðist hann hafa auglýst viðburðinn á Facebook. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt. 23:15 Maður handtekinn í hverfi 105. Maðurinn er grunaður um brot á lögum um fjarskipti en maðurinn var ítrekað búinn að hringja í Neyðarlínu alls 237 sinnum sl. sólarhring. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 01:43 Tilkynnt um þjófnað / hnupl úr verslun í hverfi 108. Kona í annarlegu ástandi handtekin grunuð um þjófnaðinn og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 02:25 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar án rétttinda þ.e. sviptur ökuréttindum. Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes Ekkert fréttnæmt. Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt. 01:45 Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 116/80 á Reykjanesbraut, 201. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn var laus að lokinni sýnatöku. Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær. 17:41 Bifreið stöðvuð í hverfi 112. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda. 19:05 Tilkynnt um umferðaróhapp við Rafstöðvarveg, 110. Bifreið ekið út af vegi og í Elliðaárnar ekki slys á fólki. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Krókur sótti bifreiðina í ánna. 20:35 Bifreið stöðvuð í hverfi 270. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 21:59 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 02:58 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. 03:02 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur bifreiðar án rétttinda þ.e. sviptur ökuréttindum.
Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju. Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir. Eins og lesa má í fréttum kom lögreglan og leysti samkomuna upp. Og réttilega. Þarna hafði of margt fólk safnast saman. Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum.
Tilkynning lögreglu klukkan 10:16 Eins og fram hefur komið stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samkvæmi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöld vegna grunsemda um brot á sóttvarnalögum, en samkvæmisstaðnum var lokað og gestum vísað út. Málið fer nú til hefðbundinnar rannsóknar hjá embættinu, en frekari upplýsinga um málið er ekki að vænta fyrr en eftir jól eða áramót.
Upphafleg tilkynning frá Ásmundarsal Vegna frétta um samkvæmi í Ásmundarsal Eigendur og rekstraraðilar Ásmundarsalar vilja taka fram vegna frétta að salurinn er listasafn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu. Einnig er salurinn með veitingaleyfi. Ekki var um einkasamkvæmi að ræða í gær heldur var sölusýningin „Gleðileg jól” opin fyrir gesti og gangandi. Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Á skömmum tíma fór gestafjöldinn úr 10 í 40. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu. Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Svandís segir sóttvarnaráðstafanir til þess að fara eftir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Bjarni var í gærkvöldi viðstaddur samkomu í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp vegna brota á samkomutakmörkunum. 24. desember 2020 14:00 „Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. 24. desember 2020 12:35 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Svandís segir sóttvarnaráðstafanir til þess að fara eftir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Bjarni var í gærkvöldi viðstaddur samkomu í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp vegna brota á samkomutakmörkunum. 24. desember 2020 14:00
„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. 24. desember 2020 12:35
Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49
Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18