Enski boltinn

Solskjær segir leikmönnum að hunsa tal um titilbaráttu

Ísak Hallmundarson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. getty/Clive Brunskill

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hvetur leikmenn sína til að hlusta ekki á tal um titilbaráttu og einbeita sér frekar að því að bæta leik sinn frá degi til dags.

Liðið hefur fengið vænan skerf af gagnrýni á þessu tímabili, fyrir að detta úr leik í Meistaradeild Evrópu og fyrir óstöðugt gengi á heimavelli.

Þrátt fyrir allt saman er stigasöfnunin í deildinni mun betri nú en á sama tíma í fyrra og liðið situr í þriðja sæti, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool en með leik til góða.

Solskjær gefur lítið fyrir tal um titilbaráttu.

„Það eru alltaf læti í kringum Man Utd hvort sem er, þannig fyrir okkur snýst þetta um að bæta okkur sem lið, taka einn leik í einu. Það er eina leiðin til að geta unnið eitthvað í lok tímabilsins, þannig við tölum ekki um það. 

Það eina sem við tölum um er að bæta leik okkar frá degi til dags og læra. Núna erum við farnir að fá hrós fyrir frammistöðu okkar, það er eitthvað sem við þurfum að læra að höndla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×