Prófessorinn er þekktur í heimalandi sínu fyrir þekkingu sína á hershöfðingjanum Napóleon Bonaparte og hafði hlotið viðurkenningu fyrir störf sín í Frakklandi. Ástkona hans, Anastasia Yeshchenko, hafði verið nemandi hjá honum og í kjölfarið unnið með honum að fræðiskrifum sem síðar þróaðist út í ástarsamband.
Greint var frá morðinu í nóvember á síðasta ári. Þá hafði Sokolov verið handtekinn, klæddur sem Napóleon, eftir að hafa ætlað sér að taka eigið líf.
Það var þá sem líkamsleifarnar fundust í bakpokanum, en hann hafði skömmu áður myrt Yeshchenko á heimili sínu eftir rifrildi og sagað af henni höfuðið, handleggi og fótleggi.
Sokolov játaði morðið og sagðist hafa skotið ástkonu sína í hita leiksins. Dómari sagði ljóst að hann hafi verið meðvitaður um gjörðir sínar á þeim tíma er morðið var framið.
Hlaut hann tólf og hálfs árs fangelsi fyrir morð og ólöglega vörslu vopna.