Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 14:08 Boeing Max 737 vélar hafa verið kyrrsetar í um 20 mánuði. Getty/Stephen Brashear Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira