Fjórir karlmenn, allt erlendir ríkisborgarar, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. apríl grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni hér á landi. Jaroslava Davíðsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, sem var sömuleiðis í gæsluvarðhaldi hefur verið látin laus úr haldi.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins líði vel. Fyrrnefnd fimm voru handtekin í og við Hvalfjarðargöng um mánaðarmótin febrúar mars. Við handtökuna við Hvalfjarðargöngin voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni. Aðgerðin var viðamikil en að henni komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Vesturlandi auk sérsveitar lögreglunnar.
Hin handteknu voru í fyrstu úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald. Ekki þótti ástæða til að fara yfir lengra gæsluvarðhald í tilfelli Jaroslövu.