Innlent

Þröng á þingi á Reykjavíkurflugvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan tíu. Þar biðu farþegar á leið til Vestmannaeyja, Akureyrar og Ísafjarðar.
Frá Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan tíu. Þar biðu farþegar á leið til Vestmannaeyja, Akureyrar og Ísafjarðar. Vísir

Töluverður fjöldi er samankominn á Reykjavíkurflugvelli í morgunsárið þar sem nokkrar flugvélar eru á leiðinni út á land og til baka. Lítið hefur verið flogið innanlands um hátíðarnar og aflýsa þurfti fjölmörgum flugferðum í gær vegna veðurs.

Blaðamaður Vísis var staddur á Reykjavíkurflugvelli í morgun á leið í flug út á land. Það vakti athygli hans að svo virtist sem farþegum í þrjú flug út á land væri smalað saman á sama tíma út í vél.

Eins og sjá má á myndinni að ofan var nokkur kös á flugvellinum þótt fólk hafi verið með andlitsgrímur eins og skilda er þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra reglu.

Farþegar eru á leiðinni til Akureyrar og Ísafjarðar auk þess sem flug til Vestmannaeyjar er á dagskrá en það hefur frestast það sem af er morgni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×