„Viðræðurnar við Rúnar og Heimi virðast hafa verið leikþáttur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 14:42 Strákarnir í Sportinu í dag segja að Arnar Þór Viðarsson hafi alltaf verið fyrsti kostur Guðna Bergssonar í starf landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Henry Birgi Gunnarssyni finnst skrítið að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi rætt við aðra þjálfara þegar hann virtist hafa ákveðið snemma að Arnar Þór Viðarsson myndi taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira