Við ræðum við fólkið sem fékk sprautuna langþráðu, þar á meðal fyrsta Íslendinginn utan heilbrigðisstétta sem var bólusettur. Hann sagði þetta ekkert vont – bara eins og hefðbundna flensusprautu.
Þá verður rætt við heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslunnar um framhald bólusetninga og samningagerð við bóluefnaframleiðendur.
Einnig tökum við stöðuna á flugeldasölunni í ár og fylgjumst með þegar varðskipið Þór fór að sækja flutningaskipið Lagarfoss í nótt.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.