Úrvalsdeildarmeistarinn úr leik en Ísmaðurinn afgreiddi Kónginn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. desember 2020 22:25 Ísmaðurinn, Gerwyn Price, hafði betur gegn Kóngnum, Mervyn King, í kvöld. Adam Davy/Getty Dirk van Duijvenbode, Gerwyn Price og Dave Chisnall eru komnir í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum. Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira