Innlent

Flokkur fólksins næði ekki manni á þing samkvæmt nýrri könnun

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Svona er fylgi flokkanna samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Svona er fylgi flokkanna samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Stöð 2

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi mest fylgi ef gengið yrði til Alþing­is­kosn­inga nú eða 22,5 prósent. Fylgi flokksins er þó nokkuð minna en í síðustu kosningum. Þá mælist Samfylkingin með næst mest fylgi eða 17,2 prósent.

Þetta sýnir ný könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 22,5 prósent fylgi sem er nokkuð minna en í síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 25,2 prósent atkvæða. Samfylkingin mælist með næst mest fylgi eða 17,2 prósent sem er nokkuð meira en í síðustu Alþingiskosningum. 

Viðreisn og Vinstri-græn koma þar á eftir með 12,2 prósent fylgi. Fylgi Vinstri-grænna er nokkuð minna en í síðustu kosningum en flokkurinn hefur þó verið að bæta við fylgi sitt í síðustu skoðanakönnunum. 

Fylgi Pírata mælist 11,2 prósent. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 8,2 prósent og Miðflokksins 7,6 prósent. Þá mælist fylgi Flokks fólksins 4,5 prósent og Sósílistaflokksins 4,4 prósent. Þeir flokkar næðu væntanlega ekki mönnum inn á þig ef kosið yrði nú. 

Könnun Maskínu fór fram dagana 16. til 29. desember 2020 og voru svarendur 2.152 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×