Innlent

Ásmundur hverfur við illan leik frá hugmynd um sérstakt heiðursbílflaut

Jakob Bjarnar skrifar
Ásmundur Friðriksson átti fótum fjör að launa, ef svo má að orði komast, á Facebook eftir að hafa sett þar fram velviljaða hugmynd.
Ásmundur Friðriksson átti fótum fjör að launa, ef svo má að orði komast, á Facebook eftir að hafa sett þar fram velviljaða hugmynd. visir/vilhelm

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur fallið frá hugmynd sinni um sérstakt heiðursflaut fyrir heilbrigðsstarfsmenn.

Ásmundur lagði það til, og tengdi við Pál Magnússon kollega sinn á þingi og fleiri, að bíleigendur færu í kvöld klukkan 20:00 og legðust á bílflautur sínar í þrjátíu sekúndur til heiðurs heilbrigðsstarfsmönnum. Þá vegna frækilegrar framgöngu þeirra í viðureign við hinn illskeytta kórónuveirufaraldur.

Tekið hefur verið upp á svipuðu á Spáni. Á Tenerife klöppuðu íbúar fyrir heilbrigðisstarfsfólki klukkan 20 eins og sjá má að neðan.

Hugmynd Ásmundar um bílflautið féll vægast sagt í grýttan jarðveg og brugðust netverjar ókvæða við og töldu þetta fráleita hugmynd. Svo það sé bara sagt þá var þingmaðurinn bæði tjargaður og fiðraður á Facebook og átti hann í vök að verjast; svo mjög að hann var gerður afturreka með þennan þanka.

Ásmundur birti status nú fyrir stundu þar sem hann greinir frá þessu. Að hann hafi fjarlægt skrifin, fallið frá hugmyndinni því nú sé nóg komið. Í athugasemdum er það nefnt að þetta hafi verið fallega hugsað en vert sé fyrir þingmann að hugsa fyrst og framkvæma svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×