Erlent

Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. EPA/CHRISTIAN KLINDT SOELBECK

Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag og sagði að verið væri að grípa til aðgerða vegna veirunnar.

Kielsen sagði sérstaka þörf á því að standa vörð um aldraða og veika og ganga úr skugga um að þau smitist ekki, samkvæmt frétt Sermitsiaq.

Henrik L. Hansen, landlæknir, sagði á blaðamannafundinum að búið væri að framkvæma margar skimanir á Grænlandi. Sá smitaði hafi verið á ferðalagi erlendis og sé nú í Nuuk þar sem hann hefur verið i heimasóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Því er talið ólíklegt að viðkomandi hafi smitað aðra.

Hansen sagði að á næstu þremur mánuðum mætti búast við frekari smitum erlendis frá og því væri miilvægt að takmarka komur til landsins.

Ekki stendur til að loka skólum og sagði Hansen betra að hafa ungt fólk þar en að hafa marga inn í litlum herbergjum í heimahúsum. Kielsen sagði þó að viðbrögð yfirvalda væru í sífelldri endurskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×