Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:00 Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira