Enska úrvalsdeildin myndi enda svona ef menn myndu nota „Handritið að tímabilinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 09:00 Virgil van Dijk og félagar í Liverpool eru með 25 stiga forystu og vantar bara sex stig til að tryggja sér enska meistaratitilinn. Getty/Sebastian Frej Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sjá meira
Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sjá meira