Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2020 08:52 Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, sýnd með einni brú. Núna er ákveðið að þarna verði tvær brýr. Grafík/Vegagerðin. Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29