Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 23:31 Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016. Vísir/vilhelm Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd. Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd.
Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira