Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sneri aftur í NBA deildina á þessum degi fyrir 25 árum síðan, 18. mars 1995, en hann hafði þá verið í sjálfskipuðu fríi frá deildinni síðan að hann varð NBA meistari þriðja árið í röð í júní 1993.
Michael Jordan var besti leikmaður NBA-deildarinnar þegar hann hætti óvænt og fór þess í stað að spila hafnabolta með litlum árangri.
Hér fyrir neðan er stutt myndband um þennan sögulega dag fyrir 25 árum síðan.
I m back.
— ESPN (@espn) March 18, 2020
25 years ago today, Michael Jordan used two words to announce he was returning to the NBA pic.twitter.com/uNDxEWYXhj
Jordan saknaði þarna körfuboltans og var farinn að láta sjá sig oftar og oftar á æfingum með Chicago Bulls.
Þetta var farið að spyrjast út og því kom það íþróttafréttamönnum ekki alveg í opna skjöldu þegar Jordan sagðist vera kominn til baka.
Það breytir því þó ekki að þetta voru risafréttir fyrir NBA-deildina.
I m back.
— ESPN (@espn) March 18, 2020
25 years ago today, Michael Jordan used two words to announce he was returning to the NBA pic.twitter.com/uNDxEWYXhj
Chicago Bulls náði reyndar ekki að vinna titilinn þetta sumar (1995) en Jordan tók vel á því allt sumarið og Bulls liðið var síðan með yfirburðarlið tímabilið 1995-96.
Michael Jordan hætti síðan aftur eftir að hann varð aftur NBA-meistari þrjú ár í röð með Bulls-liðinu. Hann kom reyndar aftur til baka sem leikmaður Washington Wizards um aldarmótin en það er önnur saga.
Heard you wanted a Michael Jordan documentary
— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) March 18, 2020
"I'm back" is the story behind the greatest fax of all time. Watch tomorrow night at 6:30 #ImBack pic.twitter.com/p4nJDlQzII