Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 16:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira
Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira