Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 19:30 Seðlabankastjóri kynnti í dag að að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Vísir/Sigurjón Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01