Erlent

Merkel: Mesta á­skorunin frá seinna stríði

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari ávarpaði þjóð sína fyrr í kvöld.
Angela Merkel Þýskalandskanslari ávarpaði þjóð sína fyrr í kvöld. EPA

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur biðlað til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Merkel ávarpaði þjóð sína nú síðdegis og sagði áskorunina nú þá mestu sem Þjóðverjar hafi staðið frammi fyrir frá seinna stríði.

„Milljónir ykkar getið ekki mætt til vinnu, geta ekki farið með börnin ykkar í skólann eða leikskólann. Leikhús, kvikmyndahús og verslanir eru lokaðar. Og kannski það erfiðasta af öllu: Við getum ekki átt þau samskipti við hvort annað sem við höfum annars tekið sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Merkel.

Kanslarinn sagði að það væri eðlilegt í aðstæðum sem þessum að fólk væri með spurningar og áhyggur af því hvernig framhaldið verði.

„Ég trúi því sannarlega að okkur muni takast að klára þetta verkefni, svo fremi sem allir borgarar þessa lands geri sér grein fyrir því að þetta sé líka þeirra verkefni.[…] Leyfið mér að segja þetta: Staðan er alvarleg. Vinsamlegast takið hana alvarlega. Frá sameiningu Þýskalands, og í raun frá síðari heimsstyrjöldinni, þá hefur þjóðin okkar ekki staðið frammi fyrir annarri eins áskorun sem hefur krafist þetta mikilla sameiginlegra og samheldinna viðbragða,“ sagði Angela Merkel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×