Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Hrafn Jökulsson skrifar 19. mars 2020 09:32 Áskorendamótið hefur farið hressilega af stað. Og hafa þegar nokkur óvænt úrslit litið dagsins ljós. Áskorendamótið í skák í Katrínarborg í Rússlandi hélt áfram á miðvikudag, í dimmum skugga óvissu. Nú fyrir helgi var öllum íþróttaviðburðum í Rússlandi frestað eða aflýst – nema áskorendaeinvíginu. Alþjóðaskáksambandið FIDE stendur að mótinu og forsetinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich leggur talsvert undir. Dvorkovich var aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Medvedevs 2012-18 og er því eins innarlega í rússneska valdakerfinu og komist verður. Hinn mikli Vladimir Kramnik heimsmeistari 2000-7 er furðu lostinn yfir því að mótið skuli fara fram, svona einsog ekkert hafi í skorist. Rússnesk yfirvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir algjöran skort á viðbúnaði vegna kóróna-veirunnar, og má því miður búast við slæmum fréttum úr austurvegi á næstu dögum. En meðan ekkert smit greinist á skákstað munu meistaranir átta halda áfram tafli í Katrínarborg, og mál til komið að segja frá útslitum í 2. umferð. Caruana Fabiano 1 - 0 Kirill Alekseenko Ian Nepomniachtchi ½ - ½ Alexander Grischuk Wang Hao ½ - ½ Anish Giri Maxime Vachier-Lagrave 1 - 0 Ding Liren Ding heillum horfinn Í fyrradag spáðu margir honum sigri á mótinu -- nú húkir Ding Liren einn í kjallaranum í Katrínarborg, búinn að tapa í fyrstu tveimur umferðunum. Á þriðjudag var hann fórnarlamb Frakkans vígreifa, Vachier-Lagrave, sem hefur reiknigetu á við meðal heimilistölvu. Stöldrum við. Ding Liren tapar ekki skák á hverjum degi, hvað þá tvo daga í röð. Hann tefldi hundrað kappskákir án þess að tapa, langflestar gegn bestu skákmönnum heims, á tímabilinu frá ágúst 2017 til nóvember 2018. Það þurfti sjálfan Magnus Carlsen til að slá þetta met. Grischuk og Nepo olnbogast í upphafi skákar. Þeir gleymdu sér í lokin og tókust í hendur... Áður en Ding fagnaði tvítugsafmæli hafði hann í þrígang sigrað á hinum firnasterku meistaramótum Kína -- í öllum tilvikum án þess að tapa skák. Á áskorendamótinu í Berlín 2018 tapaði Ding Liren ekki skák. Þannig að það eru fréttir til næsta bæjar þegar Ding tapar tveimur í röð. Eru möguleikar hans úr sögunni? Auðvitað ekki alveg, það eru tólf umferðir eftir. En sigur Dings, úr því sem komið er, kallar á tafarlausa upprisu sporðdrekans frá Wenzhou. Hann mætir Caruana í 3. umferð á fimmtudag. Þar verður Ding að leggja allt undir. Þeir Caruana hafa teflt 10 skákir og þar er stál í stál: 2 sigrar, sex jafntefli og tvö töp. Caruana í góðum gír Caruana, já. Hann tók Kirill Alekseenko í kennslustund í 2. umferð og tefldi í senn af miklu sjálfsöryggi og fjöri. Caruana er greinilega að ydda stíl sinn, með góðum árangri. Næstu umferðir skera úr um hvort hinn 22 ára Alekseenko á erindi á ofurskákmót. Hann hafði svart í fyrstu umferðunum, en í þriðju umferð fær hann að stýra hvítu mönnum gegn þeim ófyrirsjáanlega Nepomniachtchi. Það er í fyrsta sinn sem þeir landarnir mætast við skákborðið – og segir sitt um hve Alekseenko er blautur bakvið eyrun. Caruana annaðist útför Alekseenkos eftir öllum kúnstarinnar reglum. Það munaði litlu að við fengjum þriðju sigurskákina í 2. umferð. Wang Hao var með Anish Giri bókstaflega í köðlunum langtímum saman, en best klæddu jafnteflisvél skáksögunnar tókst að bjarga hálfum vinningi í hús. Tap hefði þýtt að óhætt hefði verið að afskrifa Giri strax. En það var nú ekki einsog margir hefðu veðjað á hann hvort sem er. Caruana er í efsta sæti í veðbönkum skákmanna. Á Facebook-síðunni Íslenskir skákmenn spá flestir Caruana sigri, m.a. Bragi Þorfinnsson stórmeistari. Anand heimsmeistari er sömu skoðunar, samkvæmt erlendum miðlum, en Anatoly Karpov telur (eða taldi, öllu heldur) að Ding væri sigurstranglegastur. Hannes Hlífar telur að Vachier-Lagrave sigri á mótinu, en það er líka morgunljóst að Nepomniachtchi á marga grjótharða aðdáendur. Litríki meistarinn með erfiða nafnið Nepomniachtchi – endilega æfið ykkur á framburðinum, nafnið þurfa allir skákunnendur að kunna! – væri auðvitað verðugur andstæðingur fyrir Carlsen í ljósi þess að Rússinn hefur sigrað norska heimsmeistarann fjórum sinnum en aðeins tapað einni skák. Nepo, einsog hann er kallaður af þeim sem gefist hafa upp á framburðinum, gerði jafntefli við Grischuk í 2. umferð. Þar bar hæst að þeir tókust í hendur að aflokinni skák, nokkuð sem til skamms tíma hefði ekki þótt tíðindum sæta á skákmóti. Reyndar er meisturunum í Katrínarborg í sjálfsvald sett hvort þeir takast í hendur við upphaf og lok skákar. Þegar Karpov lék fyrsta leikinn fyrir Giri gegn Nepomniachtchi tók hollenski ljúflingurinn í hönd gamla heimsmeistarans en Nepo krosslagði hendur, brúnaþungur. Áskorendamótið fer firnavel af stað, þótt kringumstæður séu súrrealískar. Fjörugar skákir og óvænt úrslit -- hvað viljum við hafa það betra? En ósýnilegi óvinurinn getur bundið endi á veisluna hvenær sem er. En þangað til. Njótum þess að fylgjast með snilldinni og lifum okkur inn í spennuna. Þetta er um það bil eina keppnin í nokkrum sköpuðum hlut sem nú fer fram í heiminum. Sumir sjá í þessu augljós sóknarfæri, til dæmis Anish Giri: „Skák á eftir að verða vinsælli en klósettpappír!“ ---- Hér eru tenglar á beinar útsendingar og heimasíðu mótsins. Frábært tækifæri til að fylgjast með bestu skákmönnum heims. Á heimasíðunni er líka að finna margvíslegan fróðleik um kappana átta í Katrínarborg. Áskorendamótið í skák hófst í vikunni. Hvenær ef ekki nú, á tímum kórónaveiru, er ástæða til að lyfta andanum og fylgjast með hinni göfugu andans íþrótt skák? Vísir ætlar í það minnsta að hafa augun hjá sér og fékk Hrafn Jökulsson sérstaklega til skoða mótið. Hrafn er forseti skákfélagsins Hróksins, hefur fylgst með skákinni áratugum saman og það sem meira er, hann kann ekki síður að halda um penna en stýra svörtu og hvítu mönnum. Skák Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Áskorendamótið í skák í Katrínarborg í Rússlandi hélt áfram á miðvikudag, í dimmum skugga óvissu. Nú fyrir helgi var öllum íþróttaviðburðum í Rússlandi frestað eða aflýst – nema áskorendaeinvíginu. Alþjóðaskáksambandið FIDE stendur að mótinu og forsetinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich leggur talsvert undir. Dvorkovich var aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Medvedevs 2012-18 og er því eins innarlega í rússneska valdakerfinu og komist verður. Hinn mikli Vladimir Kramnik heimsmeistari 2000-7 er furðu lostinn yfir því að mótið skuli fara fram, svona einsog ekkert hafi í skorist. Rússnesk yfirvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir algjöran skort á viðbúnaði vegna kóróna-veirunnar, og má því miður búast við slæmum fréttum úr austurvegi á næstu dögum. En meðan ekkert smit greinist á skákstað munu meistaranir átta halda áfram tafli í Katrínarborg, og mál til komið að segja frá útslitum í 2. umferð. Caruana Fabiano 1 - 0 Kirill Alekseenko Ian Nepomniachtchi ½ - ½ Alexander Grischuk Wang Hao ½ - ½ Anish Giri Maxime Vachier-Lagrave 1 - 0 Ding Liren Ding heillum horfinn Í fyrradag spáðu margir honum sigri á mótinu -- nú húkir Ding Liren einn í kjallaranum í Katrínarborg, búinn að tapa í fyrstu tveimur umferðunum. Á þriðjudag var hann fórnarlamb Frakkans vígreifa, Vachier-Lagrave, sem hefur reiknigetu á við meðal heimilistölvu. Stöldrum við. Ding Liren tapar ekki skák á hverjum degi, hvað þá tvo daga í röð. Hann tefldi hundrað kappskákir án þess að tapa, langflestar gegn bestu skákmönnum heims, á tímabilinu frá ágúst 2017 til nóvember 2018. Það þurfti sjálfan Magnus Carlsen til að slá þetta met. Grischuk og Nepo olnbogast í upphafi skákar. Þeir gleymdu sér í lokin og tókust í hendur... Áður en Ding fagnaði tvítugsafmæli hafði hann í þrígang sigrað á hinum firnasterku meistaramótum Kína -- í öllum tilvikum án þess að tapa skák. Á áskorendamótinu í Berlín 2018 tapaði Ding Liren ekki skák. Þannig að það eru fréttir til næsta bæjar þegar Ding tapar tveimur í röð. Eru möguleikar hans úr sögunni? Auðvitað ekki alveg, það eru tólf umferðir eftir. En sigur Dings, úr því sem komið er, kallar á tafarlausa upprisu sporðdrekans frá Wenzhou. Hann mætir Caruana í 3. umferð á fimmtudag. Þar verður Ding að leggja allt undir. Þeir Caruana hafa teflt 10 skákir og þar er stál í stál: 2 sigrar, sex jafntefli og tvö töp. Caruana í góðum gír Caruana, já. Hann tók Kirill Alekseenko í kennslustund í 2. umferð og tefldi í senn af miklu sjálfsöryggi og fjöri. Caruana er greinilega að ydda stíl sinn, með góðum árangri. Næstu umferðir skera úr um hvort hinn 22 ára Alekseenko á erindi á ofurskákmót. Hann hafði svart í fyrstu umferðunum, en í þriðju umferð fær hann að stýra hvítu mönnum gegn þeim ófyrirsjáanlega Nepomniachtchi. Það er í fyrsta sinn sem þeir landarnir mætast við skákborðið – og segir sitt um hve Alekseenko er blautur bakvið eyrun. Caruana annaðist útför Alekseenkos eftir öllum kúnstarinnar reglum. Það munaði litlu að við fengjum þriðju sigurskákina í 2. umferð. Wang Hao var með Anish Giri bókstaflega í köðlunum langtímum saman, en best klæddu jafnteflisvél skáksögunnar tókst að bjarga hálfum vinningi í hús. Tap hefði þýtt að óhætt hefði verið að afskrifa Giri strax. En það var nú ekki einsog margir hefðu veðjað á hann hvort sem er. Caruana er í efsta sæti í veðbönkum skákmanna. Á Facebook-síðunni Íslenskir skákmenn spá flestir Caruana sigri, m.a. Bragi Þorfinnsson stórmeistari. Anand heimsmeistari er sömu skoðunar, samkvæmt erlendum miðlum, en Anatoly Karpov telur (eða taldi, öllu heldur) að Ding væri sigurstranglegastur. Hannes Hlífar telur að Vachier-Lagrave sigri á mótinu, en það er líka morgunljóst að Nepomniachtchi á marga grjótharða aðdáendur. Litríki meistarinn með erfiða nafnið Nepomniachtchi – endilega æfið ykkur á framburðinum, nafnið þurfa allir skákunnendur að kunna! – væri auðvitað verðugur andstæðingur fyrir Carlsen í ljósi þess að Rússinn hefur sigrað norska heimsmeistarann fjórum sinnum en aðeins tapað einni skák. Nepo, einsog hann er kallaður af þeim sem gefist hafa upp á framburðinum, gerði jafntefli við Grischuk í 2. umferð. Þar bar hæst að þeir tókust í hendur að aflokinni skák, nokkuð sem til skamms tíma hefði ekki þótt tíðindum sæta á skákmóti. Reyndar er meisturunum í Katrínarborg í sjálfsvald sett hvort þeir takast í hendur við upphaf og lok skákar. Þegar Karpov lék fyrsta leikinn fyrir Giri gegn Nepomniachtchi tók hollenski ljúflingurinn í hönd gamla heimsmeistarans en Nepo krosslagði hendur, brúnaþungur. Áskorendamótið fer firnavel af stað, þótt kringumstæður séu súrrealískar. Fjörugar skákir og óvænt úrslit -- hvað viljum við hafa það betra? En ósýnilegi óvinurinn getur bundið endi á veisluna hvenær sem er. En þangað til. Njótum þess að fylgjast með snilldinni og lifum okkur inn í spennuna. Þetta er um það bil eina keppnin í nokkrum sköpuðum hlut sem nú fer fram í heiminum. Sumir sjá í þessu augljós sóknarfæri, til dæmis Anish Giri: „Skák á eftir að verða vinsælli en klósettpappír!“ ---- Hér eru tenglar á beinar útsendingar og heimasíðu mótsins. Frábært tækifæri til að fylgjast með bestu skákmönnum heims. Á heimasíðunni er líka að finna margvíslegan fróðleik um kappana átta í Katrínarborg. Áskorendamótið í skák hófst í vikunni. Hvenær ef ekki nú, á tímum kórónaveiru, er ástæða til að lyfta andanum og fylgjast með hinni göfugu andans íþrótt skák? Vísir ætlar í það minnsta að hafa augun hjá sér og fékk Hrafn Jökulsson sérstaklega til skoða mótið. Hrafn er forseti skákfélagsins Hróksins, hefur fylgst með skákinni áratugum saman og það sem meira er, hann kann ekki síður að halda um penna en stýra svörtu og hvítu mönnum.
Skák Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira