„Held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast 22. apríl“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 16:00 vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira