„Held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast 22. apríl“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 16:00 vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira